Tölvuglæpir

Hádegisfundur: Svona stel ég 100 milljónum króna af fyrirtækinu þínu!

Tölvuglæpir eru stórmál!

Sífellt fleiri fyrirtæki eru fórnarlömb tölvuþrjóta og netárásir færast sífellt meira í aukana. Eitt af vandamálunum er að fyrirtæki vilja almennt ekki tjá sig um slæma reynslu sína í þessum málum, enda getur það haft veruleg áhrif á orðspor og traust á markaði. Það er gríðarlega mikilvægt að opna umræðuna, tryggja að fólk geri sér grein fyrir alvarleika málsins og geri viðeigandi ráðstafanir til að lágmarka hættuna.

Við fáum til okkar Orra Hlöðversson, forstjóra Frumherja, sem ætlar að segja frá reynslu fyrirtækisins en Frumherji lenti í klóm tölvuglæpa og slapp við milljónaskaða á síðustu stundu.

Ragnar Sigurðsson er heiðarlegur hakkari (e. Ethical hacker) og framkvæmdastjóri netöryggisþjálfunarfyrirtækisins AwareGO. Ragnar ætlar að tala um hvaða leiðir tölvuþrjótar nota helst til að fremja glæpi sína og hvernig fyrirtæki geta varið sig fyrir netglæpum.

Boðið verður upp á léttan hádegisverð. Frítt fyrir félaga í SVÞ en 1,500 kr fyrir utanfélagsfólk.

SVÞ félagar athugið. Til að fá frítt, notið afsláttarkóðann SVÞ.

Utanfélagsmenn athugið að greiða við skráningu, ellegar verður rukkað eftirá.

Dagsetning

16.október, 2019

Tími

12:00 - 13:00

Verð

Frítt fyrir SVÞ, 1,500 kr fyrir aðra
Hylur, Húsi atvinnulífsins

Staðsetning

Hylur, Húsi atvinnulífsins
Borgartún 35, 105 Reykjavík