
Haustréttir SVÞ 2025 – Leiðtogafundur verslunar og þjónustu
Þriðjudagur 7. október 2025 | kl. 15:00–17:30 | Vinnustofa Kjarvals, Fantasía
Rétt eins gerist í haustréttum í víða um land þar sem fólk kemur saman eftir sumarið, verða Haustréttir SVÞ árlegur vettvangur þar sem æðstu stjórnendur í verslun og þjónustu stilla saman strengi, ræða áskoranir og horfa til framtíðar. Þar verða kynnt gögn og greiningar, við fáum að heyra sterkar raddir úr atvinnulífinu og stjórnmálunum og fáum að njóta alþjóðlegrar reynslu sem kann að varpa ljósi á stöðu Íslands í breyttum heimi.
Markmið Haustrétta er skýrt:
að smala saman æðstu stjórnendum aðildarfélaga SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu saman, taka stöðuna, umbreyta samtali í stefnu – og stefnu í aðgerðir.
_______________
Dagskrá Haustrétta SVÞ 2025
Vinnustofa Kjarvals – Fantasía, 2. hæð
Þriðjudagur 7. október 2025 | kl. 15:00–17:30
Ávarp formanns SVÞ
Auður Daníelsdóttir, forstjóri Dranga
Ávarp fjármála- og efnahagsráðherra
Daði Már Kristófersson
Hvað getum við lært af Norðmönnum?
Sérfræðingur frá Virke, systursamtökum SVÞ í Noregi
Rýnum í töluleg gögn um verslun og þjónustu
Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ
Stutt hlé
Pallborðsumræður: Forysta og framtíð greinarinnar
Þátttakendur á pallborði:
- Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi
- Sigurður Pálsson, forstjóri BYKO
- Ragnheiður H. Magnúsdóttir, formaður stjórnar Hoobla
Árangurs og reynslu sögur;
Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar &
Jón Trausti Ólafsson, forstjóri Öskju.
Fundarstjóri:
Valur Hólm Sigurgeirsson, fræðslustjóri Elko
Léttar þjóðlegar veitingar og tækifæri til tengslamyndunar
ATH!
Haustréttir SVÞ 2025 eru einungis í boði fyrir æðstu stjórnendur innan SVÞ
Ekki ennþá komin/n í SVÞ?
Smelltu hér til að kynna þér aðild.