
Heilbrigt vinnuumhverfi
Forvarnir og viðbrögð gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum
Fræðslufundur 21. maí í Húsi atvinnulífsins
Einelti, áreitni og ofbeldi (EKKO) á vinnustað hafa alvarleg áhrif á öryggi, líðan og starfsanda – og geta skaðað starfsumhverfi og starfsgetu til lengri tíma. Fyrirtæki bera ríka ábyrgð á að bregðast við og skapa menningu þar sem virðing, ábyrgð og öflugar forvarnir eru í forgrunni.
En hvernig fer vel heppnuð meðferð EKKO-mála fram? Hvernig getum við stuðlað að raunhæfum forvörnum, bætt verklag og eflt sameiginlega ábyrgð?
Þann 21. maí bíður SA til fræðslufundar í Húsi atvinnulífsins, þar sem við fjöllum um þessi viðkvæmu og mikilvægu málefni út frá sjónarhorni stjórnenda, stéttarfélaga og áhrifum á vinnustaðinn í heild.
Meðal framsögumanna verða:
-
Þorsteinn Sveinsson, sérfræðingur hjá VR
-
Adriana Karolina Pétursdóttir, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs ISAL og formaður Mannauðs
-
Helga Lára Haarde, sálfræðingur hjá Attentus
-
Maj-Britt H. Briem, lögmaður hjá SA, stýrir fundinum og leiðir pallborðsumræður
Fundurinn er ætlaður stjórnendum og fagfólki í mannauðsmálum sem vilja efla þekkingu sína og styrkja aðgerðir innan eigin fyrirtækja.
SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG!