Innleiðing á umbúðaregluverki ESB (PPWR)

Innleiðing á umbúðaregluverki ESB (PPWR)

Vef-fundur í samstarfi SVÞ, SI og Deloitte

Evrópusambandið vinnur nú að einu umfangsmesta umhverfismálum sínum til þessa – nýju regluverki um umbúðir og umbúðaúrgang (Packaging and Packaging Waste Regulation – PPWR).
Reglurnar munu hafa víðtæk áhrif á alla sem framleiða, flytja inn eða selja vörur í umbúðum á EES-markaði, þar á meðal íslensk fyrirtæki.

Á fundinum sem fer fram á Zoom, verður farið yfir hvað PPWR felur í sér, hvernig önnur Norðurlönd eru að undirbúa innleiðingu þess og hvað íslensk fyrirtæki þurfa að hafa í huga þegar breytingarnar taka gildi.

Dagsetning: 20. nóvember 2025
Tími: 09:00 – 10:00
Staður: Á Zoom herbergi SVÞ.


Fyrirlesarar:

  • Gunnar S. Magnússon, meðeigandi og yfirmaður sjálfbærniráðgjafar Deloitte

  • Edward Sims, Director, Deloitte Danmörk

  • Lyndsey Parette, Assistant Manager, Deloitte Danmörk


Helstu umræðuefni:

  • Hvað er PPWR og hver eru markmið reglugerðarinnar?

  • Reynslan af innleiðingu á Norðurlöndunum – hvað getum við lært?

  • Hvað þurfa íslensk fyrirtæki að gera til að undirbúa sig?

  • Hvar stendur Ísland í innleiðingu reglugerðarinnar?


Fyrir hvern er fundurinn?
Fyrirtæki í verslun, þjónustu og framleiðslu sem starfa með innflutning, pökkun, dreifingu eða sölu á vörum í umbúðum – og allir sem bera ábyrgð á sjálfbærni, rekstrarferlum eða stefnumótun í umhverfismálum.

Skráning nauðsynleg!

  • 00

    dagar

  • 00

    klukkustundir

  • 00

    mínútur

  • 00

    sekúndur

Bóka viðburð

Laus 100
Uppselt.

Dagsetning

20.nóvember, 2025

Tími

09:00 - 10:00
Á vefnum

Staðsetning

Á vefnum
Þátttakendur fá senda vefslóð rétt fyrir viðburðinn
SKRÁ