Kulnun Íslendinga á vinnumarkaði fyrir og eftir Covid

Kulnun Íslendinga á vinnumarkaði fyrir og eftir Covid

Mannauður, félag mannauðsfólks á Íslandi, Prósent, SVÞ og Stjórnvísi kynna spennandi fyrirlestur um kulnun Íslendinga á vinnumarkaði.

Prósent hefur framkvæmt rannsókn á kulnun meðal Íslendinga á vinnumarkaði frá árinu 2020.

Rannsóknarmódelið sem notast var við til mælinga er 12 spurninga styttri útgáfa af Maslach kulnunarmódelinu (MBI). Mældar eru þrjár víddir; tilfinningaleg örmögnun (e. emotional exhaustion), sjálfshvarf (e. depersonalization) og tilfinning fyrir lágum persónulegum árangri (e. a sense of low personal achievement).

Fyrirlesari: Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents mun kynna helstu niðurstöður.

Markmið fundar er að kynna hvernig staðan á vinnumarkaðinum er m.t.t. kulnunarstigs, hver staðan er fyrir og eftir Covid og þróunina á milli þessara tímabila. Einnig verður kafað dýpra til að skoða hvort munur sé á milli hópa út frá starfi, fjölda tíma sem starfsfólk vinnur á viku, munur á opinbera geiranum og einkageiranum, kyni, aldri, búsetu, menntun og tekjum.

_____________________________________________

Dæmi um niðurstöður síðan 2021 Niðurstöður könnunar árið 2021 leiddu meðal annars í ljós að 32% Íslendinga 18 ára og eldri á vinnumarkaði finnast þeir vera útkeyrðir í lok vinnudags oftar en einu sinni í viku. 21% svarenda finnast þeir tilfinningalega úrvinda vegna vinnu sinnar oftar en einu sinni í viku og 12% finnast þeir vera útbrenndir vegna starfs síns oftar en einu sinni í viku.

ATH!
Viðburðurinn er öllum opinn, honum verður streymt, en skráning er nauðsynleg.

Uppfært 2.september 2022: 
Uppselt er á viðburð í sal, en hægt verður að nálgast viðburðinn á streymi inná Facebook.

SMELLTU HÉR FYRIR SLÓÐ AÐ STREYMI Í BEINNI
https://fb.me/e/2vnBb6Y9J

 

Dagsetning

29.september, 2022

Tími

09:00 - 10:00

Verð

FRÍTT
Á vefnum

Staðsetning

Á vefnum
Þátttakendur fá senda vefslóð rétt fyrir viðburðinn