
Á leið til framtíðar: Markviss uppbygging hleðsluinnviða fyrir þungaflutninga
Bílgreinasambandið kynnir málstofu um mikilvægi uppbyggingar hleðsluinnviða fyrir þungaflutninga á Íslandi.
Málstofan mun fjalla um mikilvægi orkuskipta í samgöngum og
mikilvægi þess að tryggja stuðning við rafknúna stórflutningabíla og rútur.
Staðsetning: Hylur, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, Reykjavík.
Dagsetning: 13. nóvember 2024
Tími: 08:30 – 11:40
Dagskrá:
08:30 – Fyrirlestrar frá Enord, Milence, Veitum og Rarik
09:50 – Kaffi
10:05 – Fyrirlestrar frá ChargeUp Europe, Vegagerðinni og Orkustofnun
11:05 – Pallborðsumræður og spurningar
Tilgangurinn og markmiðið með þessari umræðu er tvíþætt:
1. Sýna stjórnvöldum fram á mikilvægi uppbyggingar hleðsluinnviða fyrir þungaflutninga:
Sannfæra stjórnvöld um að grípa til aðgerða sem styðja við uppbyggingu hraðhleðsluinnviða. Nauðsynlegt er að setja fram skýra stefnu og áætlun til að tryggja að ökutæki, sérstaklega stórflutningabílar og rútur, geti nýtt sér raforku sem orkugjafa.
2. Leggja áherslu á umfang verkefnisins og mikilvægi þess:
Undirstrika fyrir stjórnvöldum hversu umfangsmikið verkefnið er og hversu mikilvægt er að hefja strax markvissa uppbyggingu innviða.
Markmiðið er bæði að skapa skýra stefnu og tryggja stuðning við orkuskipti í samgöngum, með áherslu á rafknúna þungaflutninga.
Skráning fer fram hér fyrir neðan.