
Námskeið 3 – Viðbótarverk og afsláttur eða riftun [BGS]
Lög um þjónustukaup fyrir bílgreinina
Námskeið 3 af 3 hjá Bílgreinasambandinu: Viðbótarverk og afsláttur eða riftun
Náðu tökum á lögum um þjónustukaup í bílgreininni!
Ert þú þjónustuaðili í bílgreininni sem vill tryggja réttar framkvæmd vinnu sinnar og auka ánægju viðskiptavina? Þá er þetta námskeið fyrir þig!
Bílgreinasambandið býður upp á þriðja og síðasta hluta námskeiðaraðarinnar um lög um þjónustukaup, þar sem farið verður yfir mikilvæga þætti sem snúa að viðbótarverkum, afsláttum og riftun samninga.
Hvenær? Þriðjudagurinn 19.febrúar 2025
Tími: 12:00 – 13:30
Hvar? Námskeiðið fer fram á Teams og tekur einungis 90 mínútur.
Hvað lærir þú?
✅ Atriði 1: Yfirferð yfir restina af lögum um þjónustukaup, byggt á fyrri tveimur námskeiðum.-
– Uppbygging laga um þjónustukaup
✅ Atriði 2: Dráttur á afhendingu og tjón-
– Réttur neytanda til að krefjast afsláttar eða riftunar vegna galla eða dráttar á verki
– Reglur um tjón á eigum neytenda
Þetta námskeið er sérsniðið fyrir þjónustuaðila sem þurfa að þekkja réttindi neytenda varðandi viðbótarverk, afslætti og riftun.
Með réttri þekkingu tryggir þú betri samskipti, skýrari samninga og forðast ágreining.