Öryggismál alþjóðlegrar vöruflutninga eftir heimsfaraldur?
Samtök verslunar og þjónustu Í samvinnu við SKATTINN kynna:
Viltu verða öruggur hlekkur í alþjóðlegu aðfangakeðjunni?
Dagsetning: Þriðjudagurinn 7.júní 2022
Tími: kl. 12:00 – 13:00
Staður: Á Zoom svæði Samtaka verslunar og þjónustu.
Fyrirlesari:
Lars Karlson, er Global Head of Trade and Customs Consulting Maersk. Áður var hann að vinna fyrir KGH ráðgjafafyrirtækið og yfirmaður hjá sænska tollinum. Erindi hans mun fjalla um öryggismál í alþjóðlegum vöruflutningum í kjölfar Covid og mikilvægi öryggismála í alþjóðlegum vöruflutningum á víðsjárverðum tímum.
SJÁ NÁNARI UPPLÝSINGAR UM LARS KARLSON.
Lars Karlson BIO
Dagskrá:
Öryggissjóri IKEA mun segja frá reynslu sinni sem vottað AEO fyrirtæki á Íslandi.
Umsjónarmaður AEO hjá Skattinum mun í stuttu máli segja frá skilyrðum, ávinningi og umsóknarferlinu.
Farið verður yfir handhæg atriði varðandi vottunina.
Varðandi AEO vottunina:
Fyrirtæki sem eru þátttakendur í alþjóðlegu aðfangakeðjunni geta sótt um að verða viðurkenndur rekstraraðili (AEO) hjá Skattinum.
AEO er alþjóðleg gæðavottun sem felur í sér að fyrirtæki er talið vera öruggur hlekkur í aðfangakeðjunni, hefur tileinkað sér ábyrga tollmeðferð og uppfyllir kröfur um alþjóðlega vöruflutninga.
Markmiðið er að tryggja samkeppnishæfni íslensks inn- og útflutnings og stuðla að bættu markaðsaðgengi íslenskra útflutningsgreina og greiða fyrir lögmætum viðskiptum.
Fyrirtæki sem eru með starfsemi hér á landi og eru hluti a f alþjóðlegu aðfangakeðjunni geta sótt um vottunina: Inn- og útflytjendur, framleiðendur, farmflytjendur, toll- og skipamiðlarar. Ávinningurinn felst í hraðari tollafgreiðslu, tímasparnaði, minni tilkostnaði, auknum fyrirsjáanleika í vöruflutningum og viðurkenningu tollyfirvalda í öðrum ríkjum.
Skráning nauðsynleg.