Stofnfundur Faghóps bókhaldsstofa

Stofnfundur Faghóps bókhaldsstofa innan SVÞ

Fyrirhugað er að stofna faghóp bókhaldsstofa innan SVÞ þann 12. júní næstkomandi, kl. 14:00-16:00, í Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík. 

Faghópnum er ætlað að ræða og taka ákvarðanir um aðgerðir í þeim hagsmunamálum sem samtökin vinna að fyrir hönd bókhaldsstofa innan samtakanna. Þeim sem ekki hafa tök á að koma á staðinn býðst að sækja fundinn í fjarfundi. Á fundinum verður m.a. starf hópsins mótað og kosið í stjórn hans.

Skráning á fundinn fer fram hér fyrir neðan. Athugið að einungis þeir sem gerst hafa aðilar að samtökunum fyrir fundartíma gefst kostur á að taka þátt í fundinum.  Almennar upplýsingar um aðild má finna á svth.is/adild og umsóknarform má finna á svth.is/umsokn. Vakni spurningar, vinsamlegast hafið samband skrifstofu SVÞ.

Dagsetning

12.júní, 2020

Tími

14:00 - 16:00

Verð

Frítt
Hylur, Húsi atvinnulífsins

Staðsetning

Hylur, Húsi atvinnulífsins
Borgartún 35, 105 Reykjavík