Umhverfisdagur atvinnulífsins 2025

Umhverfisdagur atvinnulífsins 2025

Frá yfirlýsingum til árangurs


📅 Mánudagur 24. nóvember | 🕘 Kl. 09:00–11:30 | 📍 Hilton Reykjavík Nordica

Í ár verður Umhverfisdagur atvinnulífsins haldinn í tíunda sinn, þar sem atvinnulífið sameinast um að ræða hvernig við breytum stórum orðum í raunverulegar aðgerðir.
Yfirskrift dagsins er „Frá yfirlýsingum til árangurs“, þar sem kastljósinu verður beint að gagnsæi, trúverðugleika og samkeppnishæfni í loftslags- og umhverfismálum.

Dagurinn er sameiginlegt framtak Samtaka atvinnulífsins (SA), Samtaka iðnaðarins (SI), Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) og Samorku.


Dagskrá:

Fyrri lota:
– Gagnsæi sem forsenda trúverðugleika.
– Erindi flytur Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri SA.
– Pallborð: Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.
– Umsjón: Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku.
– Reynslusögur: Eiríkur Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Landfara, og Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.

Síðari lota:
– Samkeppnishæfni Íslands í ljósi umhverfisstefnu ESB.
– Erindi flytur Ágústa Ýr Þorbergsdóttir, eigandi KREAB.
– Pallborð: Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Vigdís Diljá Óskardóttir, Alcoa Fjarðaáli, og Vilhelm Már Þorsteinsson, Eimskip.
– Umsjón: Lovísa Árnadóttir.
– Stutt innlegg: Bogi Nils Bogason, Icelandair, Jóhanna Hlín Auðunsdóttir, Landsvirkjun, og Lilja Björk Einarsdóttir, Landsbankanum.


Veiting Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2025

Í lok dags verða afhent Umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2025:

  • Umhverfisfyrirtæki ársins

  • Umhverfisframtak ársins

  • Hvatningarverðlaun fyrir framsækin fyrirtæki á sviði loftslags- og umhverfismála.

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, setur fundinn og flytur lokaorð.


Skráning

Skráning fer fram á vef Samtaka atvinnulífsins.
Við hvetjum félagsfólk SVÞ til að fjölmenna og taka virkan þátt í samtalinu um næstu skref – því að árangur í umhverfismálum er samkeppnisforskot framtíðarinnar.

Dagsetning

24.nóvember, 2025

Tími

09:00 - 11:30

Frekari upplýsingar

Lesa meira
Hilton Reykjavík Nordica

Staðsetning

Hilton Reykjavík Nordica
Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík
SKRÁ