
Vetrarþjónusta Vegagerðarinnar
Þriðjudagur 2. desember kl. 9:30 – Hús atvinnulífsins, Borgartúni 35, og í streymi
Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu, boða til opins fundar um vetrarþjónustu og öryggismál á íslenska vegakerfinu.
Á fundinum munu fulltrúar Vegagerðarinnar fara yfir hvernig vetrarþjónusta er skipulögð, helstu áskoranir í framkvæmd og þau öryggismál sem skipta fyrirtæki og almenning mestu máli á vetrarvegum. Einnig verður farið yfir reglur og kröfur er varða ljósabúnað í hóp- og vörubifreiðum í samstarfi við Samgöngustofu.
Fundurinn er öllum opinn og fer fram bæði á staðnum í Húsi atvinnulífsins og í gegnum streymi.
Dagskrá:
-
Ávarp frá SAF og SVÞ
-
Ávarp frá forstjóra Vegagerðarinnar
-
Upplýsingar og hvatning um öryggismál í vetrarfærð
-
Framkvæmd vetrarþjónustu Vegagerðarinnar og helstu áskoranir
-
Reglur um ljósabúnað hópbifreiða og vörubifreiða – innlegg frá Samgöngustofu
-
Umræður, spurningar og svör
SKRÁNING NAUÐSYNLEG
SMELLTU HÉR!