Samantekt
Að undanförnu hefur farið fram töluverð umræða um að sterk staða krónunnar undanfarin misseri skili sér illa til neytenda í formi
lægra vöruverðs á mörgum innfluttum vörum. Í því samhengi er borin saman verðlagsþróun einstakra vöruflokka m.t.t. styrkingu
krónunnar. Raunveruleikinn er talsvert flóknari en slíkur einfaldur samanburður gerir ráð fyrir þar sem horft er framhjá
veigamiklum þáttum sem hafa áhrif á vöruverð í landinu. Þessar aðferðir taka til dæmis ekki tillit til mögulegra áhrifa vegna
verðþróunar erlendra aðfanga, þróunar launakostnaðar, flutningskostnaðar, húsaleigu og annars kostnaðar sem hefur áhrif á
rekstur þessara fyrirtækja og þ.a.l. á verðþróun vara á innlendum markaði. Eins hafa breytingar á vsk talsverð áhrif. Til
samanburðar má benda á að vísitala innfluttra mat- og drykkjavara reiknuð án vsk lækkar um 5,1% borið saman við 1,54% án vsk
– þar sem vsk breyttist úr 7% í 11% þann 1.janúar 2015 er nauðsynlegt að taka tillit til slíkra breytinga.
Lykilorð: Verðþróun, launaþróun, kaupmáttur, vísitala neysluverðs, gengi

11.2016 – Verðdýnamík