Hagsmunahópur bókhaldsstofa stofnaður innan SVÞ

Hagsmunahópur bókhaldsstofa stofnaður innan SVÞ

Föstudaginn 11. júní sl. var Hagsmunahópur bókhaldsstofa stofnaður innan SVÞ. Hópurinn var stofnaður í samráði við Félag bókhaldsstofa og mun hagsmunagæsla fyrir bókhaldsstofur með því færast frá FBO til SVÞ. FBO mun eftir sem áður annast mikilvægt fræðslu- og upplýsingahlutverk fyrir bókhaldsstofur og bókara. Tilgangur hópsins að gæta hagsmuna bókhaldsstofa, skapa faglegan og gagnsæjan vettvang til skoðanaskipta og vera í fyrirsvari gagnvart opinberum aðilum. Lögaðilar innan SVÞ sem annast rekstur bókhaldsstofu geta verið aðilar að hópnum.

Í þessari fyrstu stjórn hópsins sitja:

Erla Jónsdóttir, Lausnamið ehf.
Jón Þór Eyþórsson, Reikningshald og skattskil ehf.
Rannveig Lena Gísladóttir, Húnabókhald ehf., formaður
Sigfús Bjarnason, Bókhald og þjónusta ehf.
Sigurjón Bjarnason, Skrifstofuþjónustu Austurlands ehf.