FRÆÐSLA
Fræðsla og hæfniþróun – lykill að árangri
SVÞ leggur áherslu á að efla menntun og hæfniþróun í verslunar- og þjónustugreinum. Samtökin vinna að mótun grunn- og framhaldsmenntunar með tilliti til þarfa atvinnulífsins og styðja við starfs- og endurmenntun starfsfólks.
Samstarf og stefnumótun SVÞ vinna með yfirvöldum, launþegasamtökum og atvinnurekendasamtökum að mótun menntastefnu og eiga fulltrúa í stjórn SVS – Starfsmenntasjóðs verslunar og skrifstofufólks.
Stafræn viðskiptalína og Fagnám verslunar SVÞ komu að stofnun Stafrænnar viðskiptalínu með Verzlunarskóla Íslands og vinna að þróun Fagnáms verslunar með SVS og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.
Ræktum vitið – hæfni starfsfólks í brennidepli Samstarfsverkefni SVÞ, VR og LÍV Ræktum vitið, setur athyglina á hæfni starfsfólks í greininni. Verkefnið leggur áherslu á sí- og endurmenntun og íslenskunám fyrir erlenda starfsmenn. Vefsíðan raektumvitid.is var opnuð í febrúar 2025.
Nýtt nám í stjórnun verslunar og þjónustu Háskólinn á Bifröst býður upp á nýtt BS-nám í stjórnun verslunar og þjónustu til að mæta þörfum atvinnulífsins. Nánari upplýsingar: bifrost.is.
Fræðsluviðburðir og námskeið SVÞ skipuleggja reglulega fræðsluviðburði og námskeið til að styrkja starfsemi fyrirtækja og auka samkeppnishæfni.
Með markvissri fræðslu og samstarfi tryggjum við framþróun verslunar og þjónustu á Íslandi!
FRÆÐSLUVIÐBURÐIR Á NÆSTUNNI
ChatGPT vinnustofa II: Fáðu sem mest út úr ChatGPT – fyrir lengra komna Uppselt
Sértilboð til félagsmanna: Stafræn hraðbraut fyrir viðskipti á netinu
Félagsmönnum í SVÞ, SAF og SI bjóðast nú sérkjör, 50% afsláttur af námsbraut Markaðsakademíunnar sem kennd er á netinu: Stafræn hraðbraut – viðskipti á netinu.
Upptaka: Fullt út úr dyrum á fyrirlestri um kortlagningu notendaupplifunar!
Fullt var út úr dyrum á fyrirlestri Berglindar Ragnarsdóttur, þar sem hún fór yfir helstu atriði og ferli hönnunarhugsunar og kortlagningu notendaupplifunar.
Frí vinnustofa fyrir SVÞ félaga í „Journey Mapping“ – kortlagningu notendaupplifunar
Í framhaldi af fyrirlestri Berglindar Ragnarsdóttur um „Journey Mapping“ og aðrar notendamiðaðar aðferðir til að hámarka árangur fyrirtækja bjóðum við SVÞ félögum upp á fría vinnustofu í kortlagningu notendaupplifunar.
Morgunfyrirlestur: „Journey Mapping“ og aðrar notendamiðaðar aðferðir til að hámarka árangur fyrirtækja
Í fyrirlestrinum ræðir Berglind Ragnarsdóttir hönnunarhugsun og hverju það breytir að hugsa ferla fyrirtæksins út frá viðskiptavinum í stað innri ferla.
Menntadagur atvinnulífsins 2020: Sköpun
Menntadagurinn fer fram í Hörpu, miðvikudaginn 5. febrúar, í Norðurljósum kl. 8.30-11.30. Tryggðu þér sæti með því að skrá þig hér.
Upptökur frá menntamorgni um rafræna fræðslu
Þann 22. janúar var haldinn Menntamorgunn atvinnulífsins þar sem haldið var áfram að fjalla um rafræna fræðslu.