Tilnefningar fyrirlesara fyrir ráðstefnu SVÞ 2025
Ráðstefnustjórn SVÞ leitar að fyrirlesurum fyrir ráðstefnu SVÞ sem fram fer á Parliament Hotel Reykjavík þann 13. mars nk.
Fyrirlestrarnir skulu falla inn í ramma ráðstefnunnar og nýtast markhópi hennar, fólki úr íslensku atvinnulífi, ekki síst úr verslun og þjónustu.
Með „fyrirlestri” og „fyrirlesari” er ekki einungis átt við hefðbundið form fyrirlestra heldur ýmis önnur form, sbr. upplýsingar um „interactive” hér fyrir neðan.
Bæði er hægt að tilnefna sjálfa/n/t sig og aðra.
Á ráðstefnunni verða 3 línur sem hver og ein hafa meginþema:
Lína 1: Samkeppnishæfni
Lína 2: Tækni
Lína 3: Fólk
Innan þessara þemu rúmast fjölbreytt efni. Hér fyrir neðan sérðu efnisorð ráðstefnunnar. Þau gefa til kynna möguleg efnistök innan þessara meginþemu og hjálpa við að tengja umfjöllunarefni við þau. Þú getur valið minnst þrjú efnisorð sem eiga við efnið þitt og bætt við þínum eigin.
Áskorun
Einkarekstur
Fjármál
Fjölbreytileiki
Fræðslumál
Framtíðin
Frumkvæði
Gervigreind
Gögn
Gullhúðun
HiðOpinbera
Hvatning
Innblástur
Inngilding
Kynslóðir
Lausnir
Mannauður
Markaðssetning
Netverslun
Nýsköpun
Öryggismál
Regluverk
Sala
Samfélagsmiðlar
Samskipti
Sjálfbærni
Stjórnun
Tækifæri
Verslun
Þjónusta
Fyrirlestur eða annað form
Við hvetjum fólk til þess að stíga út fyrir ramma hins hefðbundna fyrirlestrar og hafa sitt framlag „interactive”. Með „interactive” er átt við að áhorfendur geti tekið virkan þátt á einhvern hátt.
Á síðustu ráðstefnu var mikil ánægja með pallborðsumræður auk þess dagskrárliðar sem kallaður var „Á trúnó”, þar sem tveir sérfræðingar í tilteknu efni ræddu saman og áhorfendur tóku þátt með spurningum eða umræðum. Fyrirlesarar eru hvattir til að stíga enn lengra út fyrir boxið til að koma skilaboðum sínum á framfæri á sem áhugaverðastan hátt.
Við erum opin fyrir öllum hugmyndum og jafnframt er Ráðstefnustjórn tilbúin að vinna með þér að útfærslu þinnar hugmyndar.
Gott að vita
Tímalengd fyrirlestrar: 20 mínútur
Myndataka: Teknar eru myndir á öllum fyrirlestrum. Fyrirlesarar fá eintök af ljósmyndum frá sínum fyrirlestri eftir ráðstefnuna.
Upptökur: Allir fyrirlestrar eru teknir upp og fyrirlesarar fá eintök af upptökunni. Upptökum má ekki deila í heild sinni utan vefsvæðis félagsfólks, en fyrirlesurum er heimilt að birta myndbrot.
Ekki er greitt fyrir fyrirlestur á ráðstefnunni.
Kynningarefni: Fyrirlesarar munu fá kynningarefni bæði fyrir ráðstefnuna almennt en einnig fyrir sinn fyrirlestur sérstaklega og eru hvattir til að deila efninu fram að ráðstefnu.
Mikilvægt!
Í tilnefningunni þarf allt að koma fram allt sem á við. Ekki verða skoðaðar aðrar upplýsingar en þær sem sendar eru inn í gegnum formið hér fyrir neðan.
Öllum sölufyrirlestrum verður vísað frá.
Skilyrði er að fyrirlesturinn hafi ekki verið haldinn hérlendis áður og, ef erlendis, að ekki sé til opinber upptaka af honum.
Lokað hefur verið fyrir tilnefningar
Frekari upplýsingar varðandi undirbúning fyrirlesara
Glærur eða annað efni: Skila skal glærum, eða öðru efni sem notað skal, 1 viku fyrir ráðstefnu.
Ráðstefnustjórn SVÞ sér um allan undirbúning. Allir fyrirlesarar a munu hitta fulltrúa úr Ráðstefnustjórn SVÞ á óformlegum fundi fyrir ráðstefnuna til að fara yfir framkvæmd og tæknileg atriði. Boðið verður upp á leiðsögn (coaching) fyrir þau sem skerpa vilja á fyrirlestrinum sínum til að hámarka upplifun þátttakenda. Markmiðið er að tryggja að dagskrárliðir verði sem áhrifaríkastir og að tæknilegir þættir séu í lagi.