Menntaskólinn á Ásbrú var settur við hátíðlega athöfn þann 19. ágúst en þar er í fyrsta skipti á Íslandi boðið upp á nám til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð. Tæplega eitt hundrað nemendur sótt um í námið og þeir 45 sem fengu skólavist hófu námið núna.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra setti skólann formlega, Nanna Kristjana Traustadóttir, skólameistari Menntaskólans á Ásbrú kynnti námið og Jóhann Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Keilis hélt ávarp. Menntaskólinn á Ásbrú er hluti af Keili, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, en Keilir er aðili að Samtökum verslunar og þjónustu.

Við óskum Keilisfólki innilega til hamingju með þennan frábæra áfanga! Við vonum að þetta sé vísir af því námsframboði sem koma skal innan íslensk menntakerfis sem tengir saman menntastofnanir og atvinnulífið á öflugan hátt okkur öllum til heilla.