Efnahagssvið Samtaka atvinnulífsins kynnti í morgun greiningu sína á íslensku heilbrigðiskerfi á opnum umræðufundi Samtaka atvinnulífsins, Samtaka heilbrigðisfyrirtækja og Samtaka verslunar og þjónustu undir yfirskriftinni „Heilbrigð samkeppni: Áskoranir og tækifæri í íslenskri heilbrigðisþjónustu“ . Framsögu hafði Tryggvi Másson, viðskiptafræðingur á efnahagssviði SA.

heilbrigdi-22
  • Facebook
  • Twitter
  • Gmail
  • LinkedIn

Dr. Stefán E. Matthíasson formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja flutti erindi undir yfirskriftinni „Hvert stefnum við“ þar sem hann greindi stöðu íslensks heilbrigðiskerfis.

Að loknum framsögum gafst fundargestum tækifæri til að beina spurningum til fulltrúa stjórnmálaflokkanna sem lýstu áherslum og stefnumörkun sinna flokka til heilbrigðismála í aðdraganda Alþingiskosninga 2016.

Margrét Sanders, formaður SVÞ stýrði umræðum.

Glærur frá fundinum:

Hvert stefnum við? – Dr. Stefán E. Matthíasson
Heilbrigð samkeppni: Áskoranir og tækifæri í íslenskri heilbrigðisþjónustu – Efnahagssvið Samtaka atvinnulífsins

Umfjöllun á vef SA