Næstu daga verða birtir sérstakir samtalsþættir SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu í aðdraganda Alþingiskosninga. Í þáttunum ræða frambjóðendur nokkurra stjórnmálaflokka og stjórnendur fyrirtækja mál sem snerta rúmlega 400 aðildarfyrirtæki SVÞ með einum eða öðrum hætti.
Þættirnir gefa aðildarfyrirtækjum SVÞ og öðrum í atvinnulífinu tækifæri til að kynnast afstöðu stjórnmálaflokka til mála sem standa atvinnulífinu nærri. Rætt verður um framtíðina í verslun og þjónustu, menntamál og hlutverk sjálfstæðra skóla, matvöru og matvöruverslun, samgöngur og ökutæki, opinber innkaup og útvistun verkefna og hlutverk einkaaðila við veitingu heilbrigðisþjónustu.
Þættirnir verða birtir á vb.is auk þess sem frekari umfjöllun mun koma fram á vefsíðu SVÞ og samfélagsmiðlum. Þar að auki verður stjórnendum aðildarfyrirtækja SVÞ haldið upplýstum um birtingu þáttanna og frekari umfjöllun, auk útsendinga á hátt í 4.000 tölvupóstföng á póstlista samtakanna.
Samtölin eru almennt 15-20 mínútna löng og er stjórnað af Ólöfu Skaftadóttur. Hér fyrir neðan má finna nánari upplýsingar um þátttakendur eftir málaflokkum:
Verslun og þjónusta:
Ragnar Þór Ingólfsson, oddviti Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, og Finnur Oddsson, forstjóri Haga
Samtal Ragnars og Finns um verslun og þjónustu hefur þegar verið birt á vb.is og má sjá hér
Menntamál:
Guðmundur Ari Sigurjónsson, 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og Bóas Hallgrímsson, framkvæmdastjóri fræðslu og fagstarfs hjá Hjallastefnunni.
Matvara og matvöruverslun:
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavíkukjördæmi suður, og Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónus.
Samgöngur og ökutæki:
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, í 2. sæti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, og Jónas Kári Eiríksson, framkvæmdastjóri vörustýringar hjá Öskju.
Opinber innkaup og útvistun verkefna:
Sigríður Á. Andersen, oddviti Miðflokksins Reykjavíkurkjördæmi norður, og Ari Þórðarson, framkvæmdastjóri Hreint ehf.
Heilbrigðisþjónusta:
Willum Þór Þórsson, oddviti Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi, og Dagný Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Orkuhússins.
Fylgstu með:
Fréttum hér á heimasíðu Samtakanna
Samfélagsmiðlum SVÞ:
Til að missa ekki af neinu, skráðu þig á póstlista SVÞ, hér.