Samantekt SVÞ um vísitölu neysluverðs
Líkt og SVÞ hafa áður bent á þá hefur verðbólga síðustu missera verið drifin áfram af örfáum þáttum eins og húsnæði og opinberri þjónustu. Verð á helstu neysluvörum hefur hins vegar lækkað síðustu 12 mánuði. Þegar skoðaðar eru breytingar í vægi í vísitölu neysluverðs (VNV) síðustu 20 ár sést að stærstu breytingarnar snúa, auk húsnæðis, að hlutfalli matar og drykkjar í útgjöldum heimilanna. Útgjöld heimilanna vegna húsnæðis vega sífellt þyngra í vísitölunni, fóru úr 17,3% 1997 í tæp 32,5% 2017. Þetta sést þegar VNV er borin saman milli marsmánaða árin 1997 og 2017. Í marsmánuði árið 1997 vó matur og drykkur 17,05% í vísitölunni en var komin niður í 13,49% í marsmánuði 2017. Athyglisvert er að föt og skór hafa aldrei vegið jafn lítið frá því að núverandi aðferðafræði var tekin upp fyrir 25 árum síðan. Í marsmánuði árið 1997 vógu föt og skór 6,5% í vísitölunni en voru komin niður í 3,76% í marsmánuði árið 2017.

 

Samantektina má nálgast hér.