Úr hagsmunagæslunni: Er heimsmarkaðsverð rétti mælikvarðinn á þróun eldsneytisverðs hér á landi? 

,
Úr hagsmunagæslunni - Er heimsmarkaðsverð rétti mælikvarðinn á þróun eldsneytisverðs hér á landi

Úr hagsmunagæslunni

Um þessar mundir hefur eldsneytisverð verið í umræðunni í tengslum við róttækar skattabreytingar um áramót. Í því samhengi hafa fallið ýmis orðm.a. í þá átt að eldsneytisverð hér á landi hafi ekki þróast í samræmi við breytingar á heimsmarkaðsverði. Ekki er alltaf ljóst hvað átt er við þegar rætt er um heimsmarkaðsverð eldsneytis en t.d. hefur verið litið til heimsmarkaðsverðs á hráolíuafhendingarverðs bensíns í New York höfn og heimsmarkaðsverð bensíns á Mið-Evrópumarkaði.

Þegar rætt er um heimsmarkaðsverð er t.d. hætt við að einhverjir líti svo á að það bensín sem er selt á Íslandi komi frá höfnum New York . Ef við skoðum hins vegar upplýsingar á vef Hagstofu Íslands sjáum við að tæp 99% alls blýlauss bensíns sem var flutt til Íslands frá upphafi árs 2023 var upprunnið í Noregi. Það bensín sem hér er selt á dælu er því líkast til ekki í raun að koma af heimsmarkaði heldur NoregsmarkaðiAf þeim sökum er eðlilegt að velta fyrir sér hvort verðþróun á innfluttu bensíni sem kemur hingað af Noregsmarkaði   sama og verðþróun á heimsmarkaði.

Þróun heimsmarkaðsverðs á olíu á Íslandi
  • Facebook
  • Twitter
  • Gmail
  • LinkedIn

HeimildHagstofa ÍslandsSeðlabanki Íslands og U.S. Energy Information Administration

Eldsneyti á Íslandi kemur ekki frá New York – heldur frá Noregi

Líkt og sjá  á meðfylgjandi mynd hefur heimsmarkaðsverð í New York höfn umreiknað í íslenskar krónur sveiflast töluvert milli mánaða og það sama á við um innflutningsverð á bensíni sem er innflutt frá NoregiÞótt verðbreytingarnar fylgi ekki alveg sömu sveiflum virðist þónokkur fylgni á milli þeirra á köflum ef innflutningsverð er tafið um mánuð sem kann að endurspegla tafir vegna flutnings– og afhendingartíma.

Þegar árið 2025 er skoðað sérstaklega virðist sambandið á milli þróunar á heimsmarkaðsverði og innflutningsverðs á bensíni sem er flutt inn frá Noregi vera veikara en að jafnaði á tímabilinu 2023–2024. Í október hafði heimsmarkaðsverð til að mynda lækkað um 23% frá ársbyrjun á meðan innflutningsverð á bensíni frá Noregi hafði lækkað um 9%. Þetta misræmi kann að skýrast að hluta til af töf vegna flutnings– og afhendingartíma á eldsneyti til Íslands en líkt og sjá  á myndinni er áfram töluverður munur milli heimsmarkaðsverðs og innflutningsverðs með mánaðartímatöf. Það bendir til þess að fleiri þættir en þróun heimsmarkaðsverðs hafi áhrif á innflutningsverð á bensíni frá Noregi.

  • Facebook
  • Twitter
  • Gmail
  • LinkedIn

HeimildHagstofa ÍslandsSeðlabanki Íslands og U.S. Energy Information Administration

Niðurstaða: Heimsmarkaðsverð er ekki nægjanlegt viðmið

Kjarninn í þessu er  að heimsmarkaðsverð við New York höfn er ekki fullkomið viðmið til að leggja mat á verðþróun bensíns á ÍslandiÞótt innflutningsverð á bensínisem hefur bein áhrif á verðmyndun innanlandshreyfist oft í takt við heimsmarkaðsverð líkt og fjallað er um hér að framan er sambandið þar á milli misríkt og virðist hafa verið veikara árið 2025 en árin á undan

Sjá FRÉTT á vef SVÞ – Smelltu hér!

Skills

Posted on

7. janúar, 2026