Í tilefni af aðalfundi SVÞ var, þann 18. mars 2021, frumsýndur þáttur undir yfirskriftinni Uppfærum Ísland – stafræn umbreyting eða dauði, sem sjá má hér til vinstri.

Í þættinum er fjallað um áhrif stafrænnar umbreytingar, þau tækifæri og áskoranir sem í henni felast, stöðu íslensks atvinnulífs á því sviði og það verkefni sem við eigum fyrir höndum að uppfæra Ísland.

Rætt er við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar um áhrif stafrænnar umbreytingar fyrir íslenskt atvinnulíf, vinnumarkað og samfélag, hlutverk stjórnvalda í stuðningi við atvinnulífið á þessari vegferð og hvað íslensk stjórnvöld hyggjast gera á því sviði. 

Rætt er einnig við Jón Ólaf Halldórsson, formann SVÞ og forstjóra Olís um stöðu íslensks atvinnulífs í stafrænni umbreytingu og nauðsynlegar aðgerðir.

Frændþjóðir okkar á Norðurlöndunum eru undantekningarlaust í topp 10 sætunum í alþjóðlegum samanburði þegar kemur að stafrænni umbreytingu. Í þættinum er skyggnst inn í hvernig hlutirnir eru gerðir þar og rætt við fulltrúa Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um mikilvægi stuðnings stjórnvalda við atvinnulífið, hvað verið er að gera í viðkomandi landi o.fl.

Viðmælendur okkar frá Norðurlöndunum eru:

Hanna Marttinen-Deakins, Senior Director, Digitalisation, Business Finland

Jan Damsgaard, Professor við stafrænu deildina í Copenhagen Business School, fulltrúi í danska Disruption ráðinu á vegum stjórnvalda og stjórnarmaður í SMV:Digital

Lena Carlsson, Deputy Director General, Regeringskansliet, Infrastrukturdepartmentet (innviðaráðuneytið), Digital Society Division í Svíþjóð. Lena fer fyrir stafrænum stefnumálum sænsku ríkisstjórnarinnar

Paul Chaffey, Statssekretær, Kommunal- og moderniseringsdepartmentet, helsti ráðgjafi ráðherra stafrænna mála í Noregi

Síðastliðin ár hefur SVÞ unnið ötullega að eflingu fyrirtækja sinna á sviði stafrænnar umbreytingar. Þetta hefur verið gert m.a. með öflugri fræðsludagskrá, en ekki síður með því að fylgjast með því sem verið er að gera á þessu sviði í samanburðarlöndunum og að koma á samtali og samvinnu við hagsmunaaðila hérlendis. Í dag vinnur SVÞ náið með VR og Háskólanum í Reykjavík að aðgerðum til að efla íslenska stjórnendur og starfsfólks á vinnumarkaði þegar kemur að vitund og skilningi á stafrænni þróun, og eflingu stafrænnar hæfni. Í undirbúningi er klasasamstarf um vitundarvakningu og fræðslu um stafræna umbreytingu, og eflingu stafrænnar hæfni fyrir fyrirtæki og almenning. Viðræður eru í gangi við stjórnvöld um aðkomu að klasanum. Við hvetjum alla sem áhuga hafa á þessum málum til að slást í lið með okkur og vonumst við til að geta haldið kynningarfundi um hann áður en langt um líður og hefja í framhaldinu undirbúning að stofnun. 

Vilt þú fylgjast með og taka þátt í að efla vitund og skilning á stafrænni þróun, og efla stafræna hæfni meðal stjórnenda og starfsfólks í íslensku atvinnulífi?

Skráðu þig þá hér fyrir neðan og við munum senda þér fréttir af málunum um leið og þær berast!

Risastórar breytingar framundan hjá verslun og þjónustu

Risastórar breytingar framundan hjá verslun og þjónustu

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu var á Sprengisandi í morgun þar sem hann sagði m.a. frá þeim áskorunum sem verslun og þjónustugreinar standa frammi fyrir í málefnum sjálfbærnis, starfrænnar þróunar og framtíðarhæfni starfsfólks....

Dagur einhleypra [Singles Day] stærsti kortaveltudagurinn!

Dagur einhleypra [Singles Day] stærsti kortaveltudagurinn!

Ný greining frá RSV Rannsóknasetri verslunarinnar á innlendri kortaveltu í nóvember sl., með daglegri tíðni, sýndi að Singles day er vinsælasti afsláttardagur mánaðarins í netverslun en Black Friday vinsælastur í verslun á staðnum (e. in-store). Það sama kemur í ljós...

Skýrsla eCommerce Europe 2022

Skýrsla eCommerce Europe 2022

European e-Commerce hefur nýlega gefið út skýrslu um stöðu netverslana í Evrópu. SMELLTU > European E-Commerce Report 2022 til að hlaða niður skýrsluna.

Hvað er stafræn hæfni?

Hvað er stafræn hæfni?

Hvað er stafræn hæfni og hvernig getur þú fundið út hversu hæf/ur þú eða starfsfólkið þitt er? Margir velta því fyrir sér þessi misserin hvað þarf að gera til að efla stafræna hæfi starfsmanna. En hvað er stafræn hæfni? Samkvæmt skilgreiningu Anders Skog inná vef VR...

Upptökur frá Stafræna hæfnisklasanum

Upptökur frá Stafræna hæfnisklasanum

Ertu að leita eftir aðgegnilegri fræðslu í stafrænni þróun? SVÞ bendir á að Stafræni hæfnisklasinn er með reglulega morgunfyrirlestra sem snúa að efla þekkingarbrunn í stafrænni þróun. Smelltu HÉR til að nálgast allar upptökurnar inná vef Stafræna hæfnisklasans...

Stafræni hæfinisklasinn; þjónusta fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki

Stafræni hæfinisklasinn; þjónusta fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki

Stafræni hæfniklasinn – hvernig nýtist hann litlum og meðalstórum fyrirtækjum Miðvikudaginn 4.maí n.k. fáum við Evu Karen Þórðardóttur, framkvæmdastjóra Stafræna hæfniklasans til að segja okkur frá starfsemi klasans og hvernig hann getur nýst litlum og meðalstórum...

Stafræni hæfnisklasinn með morgunfræðslu 5.apríl n.k.

Stafræni hæfnisklasinn með morgunfræðslu 5.apríl n.k.

Leggjum af stað í stafræna vegferð – hverju þarf að huga að? Þriðjudagurinn 5.apríl n.k. kl. 09:00 - 10:00 Dagskrá: Áður en fyrirtæki leggja af stað í sína stafrænu vegferð þarf að huga að ákveðnum þáttum til þess að vera viss um að réttu skrefin séu tekin á réttum...