Aðalfundur Samtaka heilbrigðisfyrirtækja var haldinn 30. mars s.l. en samtökin starfa sem kunnugt er undir hatti SVÞ. Gestur fundarins var Nichole Leigh Mosty, formaður velferðarnefndarnefndar Alþingis og flutti hún hreinskilið ávarp um stefnu ríkistjórnarinnar í málefnum heilbrigðiskerfisins. Formaður samtakanna, Stefán Einar Matthíasson flutti skýrslu stjórnar fyrir liðið starfsár og drap þar á því helsta sem samtökin hafa unnið að. Stefán var endurkjörinn formaður. Aðrir í stjórn eru Jón Gauti Jónsson, Knútur Óskarsson, Guðmundur Örn Guðmundsson og Gunnlaugur Sigurjónsson. Varamenn með seturétt og tillögurétt á stjórnarfundum eru þeir Kristján Guðmundsson og Kristján Zophoníasson.
Flokkar
Nýlegt
- Ný Evrópureglugerð um umbúðir mun hafa víðtæk áhrif
- Ráðherra bregst vel við ábendingum SVÞ við innleiðingu á kröfum til merkingar vara sem innihalda plast — vel gert ráðherra!
- Pops áttu p? – tillögur fjármála- og efnahagsráðuneytisins um hækkun skatta á ökutæki
- Íslenski neytandinn er ekki að sýna merki um samdrátt — enn sem komið er
- BS Nám sem styrkir framtíð verslunar og þjónustu
Fylgstu með!
Besta leiðin til þess er að vera skráð(ur) á póstlistann!