
ChatGPT vinnustofa II: Fáðu sem mest út úr ChatGPT – fyrir lengra komna
ChatGPT vinnustofa II: Framhald
30. apríl 2025
Framhaldsvinnustofa fyrir félagsfólk innan SVÞ sem vilja dýpka þekkingu sína og nýta ChatGPT á markvissari hátt.
Lögð verður áhersla á þrjú öflug verkfæri í Plus-útgáfu forritsins:
-
CustomGPT: Þátttakendur læra að búa til sinn eiginn sérsniðinn sérfræðing sem getur hjálpað þeim á ákveðnu sviði.
-
Projects: Hvernig skipuleggja má efni og samtöl þannig svo ChatGPT hafi alltaf aðgang að viðeigandi upplýsingum og haldi samhengi.
-
Tasks: Hvernig stilla má upp endurteknum verkefnum sem ChatGPT getur framkvæmt sjálfvirkt.
Vinnustofan hentar notendum sem eru orðnir öruggir í grunnnotkun og vilja taka næsta skref.
Nauðsynlegt er fyrir þátttakendur að hafa ChatGPT Plus áskrift.
Leiðbeinandi er Þóranna K. Jónsdóttir, markaðs- og AI leiðbeinandi með haldgóða þekkingu á ChatGPT og praktískri notkun þess og annarra AI tóla. Þóranna hefur notað ChatGPT frá fyrstu dögum og á að auki að baki langan starfsferil í nýsköpun, tækni og fræðslu. Þóranna stýrði nýlega ChatGPT verkstæði á ráðstefnu SVÞ og stundar nám hjá NextMBA í notkun gervigreindar í viðskiptum.
Til gamans má geta að sem stundakennari við HÍ er Þóranna að uppfæra kennsluefni sitt svo það endurspegli áhrif gervigreindar í markaðsstefnumótun og -áætlunargerð.
ATH! Vinnustofan er einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ.
Ekki viss hvort að þú ert með félagsaðild? Smelltu hér til að vera viss.
Viltu vera hluti af samfélagi fólks og fyrirtækja í verslunar og þjónustugreinum innan SVÞ?
Smelltu hér til að kynna þér aðild.