Fyrirtækjaheimsókn Pósturinn

Til aðildarfélaga SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu.

Pósturinn hefur gengið í gegnum miklar breytingar, enda er markaðurinn sem fyrirtækið starfar á að taka mjög hröðum breytingum á heimsvísu.

„Það eru fá ástarbréf póstlögð í dag en þeim mun fleiri pakkar á ferð og flugi í gegnum kerfin okkar. Við höfum gert góða aðgerðaáætlun fyrir árið 2023 til að bæta þjónustu og leggjum áherslu á framfarir með „litlum sigrum“ en mikilvægum til að koma á umbótum.“ segir Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður þjónustu og markaða hjá Póstinum

Ósk Heiða og hennar teymi bjóða félagsfólki SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu í heimsókn 15.febrúar n.k. kl. 17:30 – 19:00.

Við fræðumst um ferðalag Póstsins á fyrirlestri undir heitinu: Á gögnum skal stafræna sigra byggja!

Njótum léttra veitinga og notum tækifærið til netagerðar.

Dagur: Miðvikudagurinn 15.febrúar 2023
Tími: 17:30 – 19:00
Staður: Aðalskrifstofa Póstsins, Höfðabakka 9D, 2.hæð (sjá hjarta á mynd)

Fyrirtækjaheimsókn SVÞ til Póstsins 15.feb 2023

 

 

 

 

ATH! Viðburðurinn er einungis í boði fyrir félagsfólks SVÞ
Smelltu hér fyrir aðild!

Skráning nauðsynleg.

 

 

 

Dagsetning

15.febrúar, 2023

Tími

17:30 - 19:00

Verð

FRÍTT