Viðburður SVÞ Betri ákvarðanir með krafti gervigreindar 16.10.2024

Gervigreind og listin að taka betri ákvarðanir

Taktu betri ákvarðanir með krafti gervigreindar!

Hvernig geta verslun og þjónusta blómstrað í heimi breyttrar tækni? Komdu á Zoom-viðburð SVÞ þar sem Þorsteinn Siglaugsson, sérfræðingur í hagnýtingu gervigreindar, fer yfir hvernig þú getur nýtt gervigreind til að taka betri og skynsamari ákvarðanir í þínum rekstri.

📅 Miðvikudaginn 16. október kl. 08:30 – 09:30
🖥️ Hvar: á netinu inn í Zoom herbergi SVÞ

Efnistökin á fyrirlestrinum: 

1. Hefðbundin gervigreind og spunagreind (á borð við ChatGPT) og munurinn á þessu tvennu.
2. Gagnadrifin stjórnun, möguleikarnir sem hún felur í sér, og takmarkanir hennar
3. Hvernig gervigreind nýtist við gagnadrifna stjórnun
4. Hvernig gervigreind getur nýst til að yfirvinna takmarkanir gagnadrifinnar stjórnunar
5. Lykilatriðin sem þarf að hafa í huga varðandi innleiðingu og notkun gervigreindarlausna.

Þrjár ástæður fyrir því að þú ættir að skrá þig til leiks og hlusta á Þorstein.:

— Betri viðskiptastefna – Þorsteinn kennir hvernig gervigreind getur gefið þér skýrari sýn á viðskiptamódel og neytendatölfræði.
— Árangursríkari ákvarðanataka – Með nákvæmum greiningum og röklegri hugsun geturðu tekið hraðari og markvissari ákvarðanir fyrir fyrirtækið þitt.
— Framtíðarsýn í þjónustu – Þorsteinn veitir innsýn í hvernig gervigreind getur umbreytt verslunar og þjónustugreinum og gert viðskiptavini ánægðari.

Um fyrirlesarann:
Þorsteinn hefur BA próf í heimspeki og MBA frá INSEAD. Hann hefur langa reynslu í hugbúnaðargerð, greiningu og áætlanagerð og er vottaður sérfræðingur í röklegu umbótaferli (Logical Thinking Process).
Þorsteinn veitir ráðgjöf og kennir aðferðir við hagnýtingu gervigreindar hérlendis og erlendis, m.a. hjá Endurmenntun HÍ.
Hann er höfundur bókarinnar “Frá óvissu til árangurs: Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir.

Vertu viss um að missa ekki af þessu tækifæri til að læra beint frá leiðandi sérfræðingi á sviði gervigreindar.
Skráðu þig núna og vertu skrefi á undan samkeppninni!

ATH! Viðburðurinn er einungis í boði fyrir félagsfólk innan SVÞ.
Smelltu hér til að kynna þér aðild.

 

  • 00

    dagar

  • 00

    klukkustundir

  • 00

    mínútur

  • 00

    sekúndur

Bóka viðburð

Laus 90
Uppselt.

Dagsetning

16.október, 2024

Tími

08:30 - 09:30

Verð

Frítt fyrir félagsfólk SVÞ
Á vefnum

Staðsetning

Á vefnum
Þátttakendur fá senda vefslóð rétt fyrir viðburðinn
SKRÁ