
Ræktum vitið – Eflum hæfni starfsfólks í verslun og þjónustu
Eflum hæfni starfsfólks í íslenskri verslun og þjónustu
Þann 17. febrúar 2025 munu SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu og VR/LÍV fagna næsta skrefi á samstarfssamningi * samtakanna frá mars 2023 um hæfniaukningu starfsfólks í verslun og þjónustu með formlegri opnun á vefsíðunni ‘Ræktum vitið‘
Viðburðurinn, er opinn öllum sem vilja stuðla að vexti og þróun íslensks vinnuafls.
📍 Hús verslunarinnar, Kringlan 7, 103 Reykjavík
🕐 Kl. 13:00-14:00
Ávörp: Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR & Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu
Gögnin segja sína sögu – hvar stöndum við í dag og hvert stefnum við?
– Victor Karl Magnússon, sérfræðíngur hjá VR gefur okkur innsýn inn í stöðu sí og endurmenntunar í verslunar og þjónustugreinum.
Menntun er lykillinn að öflugri verslun – við kynnum nýjar leiðir til að efla sérþekkingu framtíðarinnar.
– Dr Edda Blumenstein, fagstjóri í Verslunarstjórnun hjá Háskólanum í Bifröst
Gervigreind er þegar að umbreyta menntun og færniþróun – en hvernig geta fyrirtæki nýtt hana til að skapa markvissa menntastefnu?
– Rúna Magnúsdóttir, markaðs- og kynningastjóri SVÞ
Tækifæri til samtals, tengsla og nýrra hugmynda – því saman byggjum við sterkari framtíð!“
Fundarstjóri: Jón Ólafur Halldórsson, formaður SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu
_____________
* Samstarfssamningurinn,sem var undirritaður á ráðstefnu SVÞ 2023, miðar að því að efla hæfni starfsfólks í verslun og þjónustu með eftirfarandi þremur meginmarkmiðum:
- Sí- og endurmenntun: Stefnt er að því að 80% starfsfólks í verslun og þjónustu taki reglulega þátt í sí- og endurmenntun til að auka hæfni sína og þekkingu.
- Íslenskukunnátta: Sérstök áhersla er lögð á að auka íslenskukunnáttu þeirra sem hafa íslensku sem annað tungumál, með það að markmiði að 80% þessa hóps nái B1 hæfni samkvæmt evrópska tungumálarammanum í íslensku fyrir árið 2030.
- Vottanir og fagbréf: Þróa og innleiða viðurkenndar vottanir eða fagbréf fyrir starfsgreinar og hæfninám í verslun og þjónustu, auk þess að veita fyrirtækjum viðurkenningu þegar 80% starfsfólks tekur árlega þátt í sí- og endurmenntun.
Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að efla hæfni og þekkingu íslensks vinnuafls til að mæta og taka þátt í þessum spennandi viðburði.