Á ráðstefnu SVÞ í mars s.l. 2023 undirrituðu formaður SVÞ, Jón Ólafur Halldórsson, formaður VR og LÍV, Ragnar Þór Ingólfsson, tímamótasamstarfssamning sem snýr að markvissri vinnu að hæfniaukningu starfsfólks í verslun og þjónustu til ársins 2030.

Samningurinn felur í sér þrjú meginmarkmið sem verða í hávegum höfð með margvíslegum aðgerðum félaganna fram til ársins 2030.

Sí og endurmenntun verði fastur hluti í menningu fyrirtækja í verslun og þjónustu.
Stefnt er að því að 80% af starfsfólki fyrirtækja í verslun og þjónustu sæki sér nám sem hefur að markmiði að auka hæfni og þekkingu. Horft er til þess að námið fari fram með reglulegri sí- og endurmenntun með það að markmiði að tryggja að starfsfólk fyrirtækja í verslun og þjónustu eigi ávallt kost á því námi sem gerir þeim kleift að takast á við þau verkefni sem vinnumarkaður í örri umbreytingu gerir kröfu um.

Nýbúar á Íslandi og íslensk tunga.
Sérstök áhersla verður lögð á að auka þekkingu og hæfni þess stóra hóps starfsfólks í verslunar- og þjónustufyrirtækjum sem hefur íslensku sem annað tungumál. Markmiðið er að árið 2030 búi 80% þessa hóps yfir hæfni B12 í íslensku samkvæmt viðmiðum Evrópska tungumálarammans (European Language Portfolio).

Vottanir og viðurkennd fagbréf.
Stefnt er að því að verslunar- og þjónustugreinin þrói og skilgreini aðferð sem leiði af sér viðurkenningu/vottun á gefnum markmiðum samningsins. Það felur í sér að viðurkennd vottun eða fagbréf verði veitt fyrir starfsgreinar og hæfnisnám/þjálfun starfsfólks í verslun og þjónustu og að fyrirtæki fái viðurkenningu þegar 80% starfsfólks eru árlega í virkri sí- og endurmenntun.

Til að framfylgja samstarfssamningi þessum var settur saman samstarfshópur á vegum SVÞ og VR/LÍV sem vinnur að aðgerðaráætlun sem styður ötullega að framgangi samningsins og bregst við með mögulegum úrbótum á vegferðinni. Tekin eru mið af þeim þremur markmiðum sem sett hafa verið fram í samningnum og hafa nú þegar verið settar niður fyrirhugaðar aðgerðir sem framkvæmdar verða á komandi vikum.

Stöðukönnun á stjórnendur innan SVÞ og félagsfólk VR í verslun og þjónustugreinum.
Stöðukönnun verður á haustmánuðum send á félagsfólk og stjórnendur, þar spurt verður um aðgengi, viðhorf og þátttöku til hæfniaukningar á vinnumarkaði og verður slík könnun send út reglulega á tímabilinu.

Mikilvægustu hæfniþættir nútímans og komandi ára samkvæmt WEF verða kynntir á miðlum SVÞ og VR/LÍV og nánar útlistaðir félagsfólki og stjórnendum til frekari upplýsinga.  Nánar er fjallað um hæfniþættina neðar í greininni. Upplýsingar um aðgengi og þá fjölbreytni á leiðum við að ná tökum á íslenskra tungu verða teknar saman á miðlægan grunn og þær upplýsingar öllum aðengilegar.

Sameiginlegt viðfangsefni í samfélagi fólks og fyrirtækja í verslunar-og þjónustugreinum.
Með samningnum vilja VR/LÍV og SVÞ sýna að það er sameiginlegt viðfangsefni samtaka launafólks í verslunar- og þjónustugreinum og samtaka atvinnurekenda að tryggja að menntun og hæfni starfsfólks sé í takt við þarfir hverju sinni.

Lesa má samstarfssamninginn í heild sinni á vef SVÞ HÉR! 

Hæfniþættir WEF 2023

World Economic Forum hefur fylgst náið með áhrifum fjórðu iðnbyltingarinnar og gefið út 10 mikilvægustu hæfniþætti á vinnumarkaði frá árinu 2016.

Nýjasta skýrsla WEF kom út 30. apríl 2023 sl. og byggir á könnun og sjónarmiði starfsfólks og stjórnenda 803 fyrirtækja sem mynda heimsþverskurð atvinnurekenda og starfa þeim tengdum. Könnunin byggir á svörum um stefnur, atvinnu- og tækniþróun og áhrif þeirra á störf, færni og vinnuafl yfir tímabilið 2023-2027. Út frá niðurstöðum skýrslunnar uppfærir WEF mikilvægustu hæfniþættina fyrir komandi tímabil.

Helstu niðurstöður könnunarinnar sýna fram á umbreytingu starfa og fyrirtækja og talsverð áhrif á færni launfólks þeim tengdum.
Mikilvægustu framtíðarhæfniþættina 2023 má sjá á myndinni.

World Economic Forum – Hæfnisþættir 2023

  • Facebook
  • Twitter
  • Gmail
  • LinkedIn