Fræðsla, tækin og tólin 4.sept 2024

Vöxtur mannauðsins í verslun og þjónustu

Kick-Off Haustið 2024 – Sí og endurmenntun starfsfólks í verslun og þjónustu

Undirbúðu starfsfólkið þitt fyrir nýja tíma með sérfræðingum landsins í þjálfun og fræðslu.

Komdu og taktu þátt í Kick-Off haustviðburði SVÞ miðvikudaginn 4. september 2024, kl. 15:30 – 17:00 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, Salur Hylur 1. hæð.

Á viðburðinum fáum við sérfræðinga landsins í fræðslu og þjálfun til að kynna fyrir okkur árangursríkar leiðir til að efla mannauðinn í verslun og þjónustu. Í heimi tækni- og umhverfisbreytinga er sí og endurmenntun lykillinn að árangri.

Þú færð innsýn hvaða þjálfun er í boði, hvernig fyrirtækið þitt getur nýtt sér fræðslustjóra að láni og jafnvel hvernig þú getur fjármagnað þjálfunina ásamt því að fá tækifæri til að efla tengslanetið þitt.

Framsögufólk og erindi:

– Guðrún Högnadóttir, managing partner FranklynCovey á Íslandi;  Alvöru þjálfun leiðtoga – hvernig leggur FranklinCovey grunninn að mælanlegum ávinningi, sannreyndum árangri og margföldum áhrifum til góðs?“

–  Sverrir Hjálmarsson, verkefnastjóri Akademías; „Hvernig náum við árangri með fræðslu?“

–  Álfheiður Eva Óladóttir, endurmenntunarstjóri Háskolans á Bifröst; „Örnám og sérsniðnar lausnir: Ný tækifæri í þekkingaruppbyggingu í verslun og þjónustugreinum“ 

–  Selma Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Starfsmenntasjóðs verslunar og skrifstofufólks; „Þetta er svona einfalt“

Einstakt tækifæri til að koma saman, fræðast og efla tengslanet fólks og fyrirtækja innan samfélags SVÞ.

ATH! Einungis í boði fyrir fólk og fyrirtæki innan SVÞ
Smelltu hér til að skoða aðildarfélög SVÞ
Smelltu hér til að kynna þér aðild.

Dagsetning

4.september, 2024

Tími

15:30 - 17:00

Verð

Frítt fyrir félagsfólk SVÞ
Hylur, Húsi atvinnulífsins

Staðsetning

Hylur, Húsi atvinnulífsins
Borgartún 35, 105 Reykjavík