Loftslagsvegvísir atvinnulífsins verður kynntur á rafrænum fundi í dag, miðvikudag, kl. 15.00.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra ávarpar fundinn.
Sigurður Hannesson, stjórnarformaður Grænvangs og framkvæmdastjóri SI, kynnir vegvísinn ásamt Eggerti Benedikt Guðmundssyni, forstöðumanni Grænvangs.
Á fundinum verður Loftslagsvegvísir atvinnulífsins formlega kynntur, en hann gefur yfirsýn yfir núverandi stöðu, auðveldar atvinnugreinunum að setja sínar loftslagsaðgerðir í stærra samhengi og hvetur atvinnulífið til frekari aðgerða.
Fjölmargir aðilar standa að útgáfunni: Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar (SAF), Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Samtök iðnaðarins (SI), Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) og Bændasamtök Íslands auk Grænvangs.
Fylgist með í beinu streymi á Facebook, í dag miðvikudaginn 23. júní, kl. 15.00.
Eins er hægt að horfa á viðburðinn hér: