Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu var gestur í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun (15.mars 2023) þar sem farið var yfir áskoranir í verslun og þjónustu á komandi árum.  Skýrsla McKinsey um fjárfestingarþörf á þessum sviðum gerir ráð fyrir mjög háum upphæðum sem greinin þarf að standa á bakvið á þremur þáttum, þ.e.a.s. sjálfbærni, stafrænni þróun og framtíðarhæfni í greininni.

Þá sagði Andrés einnig frá fyrirhugaðri undirritun á Samstarfssamningi milli SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu og VR á ráðstefnu samtakanna sem verður haldin á Hilton Nordica hóteli á morgun, 16.mars undir heitinu ‘Rýmum fyrir nýjum svörum‘.

En á ráðstefnunni verður undirritaður samstarfssamningur milli á milli SVÞ og VR þar sem samtökin skuldbinda sig til að vinna í sameiningu að því að efla hæfni og þekkingu þess stóra hóps fólks sem starfar í verslunar- og þjónustufyrirtækjum. Undirritun þessa samstarfssamnings er skýr vitnisburður um þá áherslu sem bæði samtök atvinnurekenda og launþega leggja á að efla menntun þeirra sem í greininni starfa.

SMELLTU HÉR TIL AÐ HLUSTA Á ALLT VIÐTALIÐ.

SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ NÁNARI UPPLÝSINGAR UM RÁÐSTEFNU SVÞ.