Fyrsti Atvinnulífsfundur Reykjavíkurborgar var haldinn í Höfða 22.nóvember s.l. og tók Jón Ólafur Halldórsson, formaður SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu þátt fyrir hönd samtakanna.

Atvinnulífsfundur er liður í atvinnu- og nýsköpunarstefnu Reykjavíkurborgar, Nýsköpun alls staðar, sem snýr að því að skapa sameiginlega framtíðarsýn milli borgar og atvinnulífs um áskoranir og markmið. Helstu niðurstöður þessa fundar var að móta þarf sameiginlega framtíðarsýn, setja aukinn kraft í innviðauppbyggingu og efla stuðning við nýsköpun.

Fundurinn var í boði borgarstjóra og forseta borgarstjórnar í Höfða. Þar komu saman fulltrúar Reykjavíkurborgar, atvinnulífs, háskóla, klasa og verkalýðsfélaga og ræddu hvernig efla mætti alþjóðlega samkeppnishæfni Reykjavíkur og skapa borg þar sem nýsköpun þrífst.

  • Facebook
  • Twitter
  • Gmail
  • LinkedIn

Virkt samtal var meðal 36 þátttakenda undir fundarstjórn Guðfinnu Bjarnadóttur um þá þætti sem þyrfti að huga sérstaklega að til að skapa sannkallaða nýsköpunarborg.  Óhætt er að segja að almenn ánægja var með samtalið meðal fundargesta og mikill samhljómur um helstu áskoranir og næstu skref.

Gestir voru beðnir að forgangsraða verkefnum tengdum samkeppnishæfni úr atvinnu- og nýsköpunarstefnu og völdu þeir að leggja mesta áherslu á að setja aukinn kraft í innviðauppbyggingu, setja fram sameiginlega og skýra framtíðarsýn, auka stuðning við nýsköpun og efla klasasamstarf.

Forgangsröðun atvinnulífsfundar 2023
  • Facebook
  • Twitter
  • Gmail
  • LinkedIn

Sjá nánari frétt inná vef Reykjavikurborgar, hér!