15. ágúst 2024 markaði tímamót hjá Samtökum verslunar og þjónustu (SVÞ) þegar Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, tók þátt í sínum síðasta stjórnarfundi með samtökunum. Eftir að hafa leitt SVÞ af miklum krafti og byggt upp samtökin með glæsibrag frá því hann hóf störf þann 1. júní 2008, kveður hann nú starfið 1. september nk.

Á myndinni sem fylgir fréttinni má sjá hluta af stjórn SVÞ að kveðja Andrés með hlýhug. Frá vinstri má sjá Jón Ólaf Halldórsson, formann stjórnar SVÞ, Andrés Magnússon, Guðrúnu Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Kokku, Guðrúnu Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar, Eddu Rut Björnsdóttur, framkvæmdastjóra Mannauðs og samskiptasviðs Eimskips, allar stjórnarkonur í SVÞ, og Benedikt S. Benediktsson, núverandi lögfræðing SVÞ og tilvonandi framkvæmdastjóra samtakanna.

Andrés hefur á undanförnum árum átt stóran þátt í að styrkja stöðu verslunar og þjónustugreina á íslenskum markaði, og undir hans stjórn hafa samtökin eflst og vaxið, bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Stjórn SVÞ þakkar Andrési fyrir hans framlag og óskar honum velfarnaðar í öllum framtíðarverkefnum.

Stjórn SVÞ kveður Andrés Magnússon ágúst 2024
  • Facebook
  • Twitter
  • Gmail
  • LinkedIn