Icelandair Hotels var valið menntafyrirtæki ársins 2016 á menntadegi atvinnulífsins sem var haldinn í þriðja sinn á Hilton Reykjavík Nordica 28. janúar 2016. Fyrirtækið Securitas var valinn menntasproti ársins og eru bæði fyrirtækin vel að verðlaununum kominn.
Um 300 manns sótti ráðstefnuna og mátti heyra að mikil ánægja var með þau erindi sem voru á dagskrá sem og kynningar á menntatorgi. Í kjölfar ráðstefnunnar voru menntastofur þar sem ákveðin þemu voru til umræðu. Hjá SVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu var yfirskrift menntastofunnar Fræðsla erlendra starfsmanna. Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri Strætó og Guðmundur Oddgeirsson, framkvæmdastjóri Hýsingar – Vöruhótel, fluttu erindi og í kjölfar voru líflegar umræður um þær áskoranir sem fyrirtæki standa frammi fyrir með aukinni sókn í erlent vinnuafl.
Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins.
Í Sjónvarpi atvinnulífsins getur þú nú séð svipmyndir frá deginum ásamt upptökur af erindum í sameiginlegu dagskránni.
Smelltu hér til að kveikja á sjónvarpinu
Við óskum Icelandair hótelum til hamingju með að vera Menntafyrirtæki ársins 2016 og Securitas fyrir að vera Menntasproti ársins 2016.