Samtök heilbrigðisfyrirtækja, SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu og Samtök atvinnulífsins efna til opins morgunverðarfundar miðvikudaginn 28. september um tækifæri og áskoranir í íslenskri heilbrigðisþjónustu.

Heilbrigð samkeppni er yfirskrift fundarins en þar munu fulltrúar stjórnmálaflokkanna m.a. taka þátt í umræðum um stefnumörkun flokkanna í aðdraganda Alþingiskosninga 2016.

DAGSKRÁ

Heilbrigð samkeppni
Tryggvi Másson, viðskiptafræðingur á efnahagssviði SA.

Hvert stefnum við?
Dr. Stefán E. Matthíasson, formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja.

Hver er stefna stjórnmálaflokkanna?

Umræður um áskoranir og tækifæri í íslenskri heilbrigðisþjónustu:

Ásta Guðrún Helgadóttir, Pírötum, Elsa Lára Arnardóttir, Framsóknarflokki, Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki, Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, Páll Valur Björnsson, Bjartri framtíð, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Samfylkingu og Steinunn Þóra Árnadóttir, Vinstri grænum.

Margrét Sanders, formaður SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu stýrir fundi og stjórnar umræðum.

Léttur morgunverður og heitt á könnunni frá kl. 8.00.

Allir velkomnir en nauðynlegt er að skrá þátttöku. Skrá hér á vef SA.

Fundurinn fer fram á Grand hótel Reykjavík í salnum Gullteig kl. 8.30-10.

heilbrigd-logosupa
  • Facebook
  • Twitter
  • Gmail
  • LinkedIn