Aðalfundur Samtaka heilbrigðisfyrirtækja var haldinn 30. mars s.l. en samtökin starfa sem kunnugt er undir hatti SVÞ. Gestur fundarins var Nichole Leigh Mosty, formaður velferðarnefndarnefndar Alþingis og flutti hún hreinskilið ávarp um stefnu ríkistjórnarinnar í málefnum heilbrigðiskerfisins. Formaður samtakanna, Stefán Einar Matthíasson flutti skýrslu stjórnar fyrir liðið starfsár og drap þar á því helsta sem samtökin hafa unnið að. Stefán var endurkjörinn formaður. Aðrir í stjórn eru Jón Gauti Jónsson, Knútur Óskarsson, Guðmundur Örn Guðmundsson og Gunnlaugur Sigurjónsson. Varamenn með seturétt og tillögurétt á stjórnarfundum eru þeir Kristján Guðmundsson og Kristján Zophoníasson.
Flokkar
Nýlegt
- Tilnefndu þitt fyrirtæki til Evrópsku verslunarverðlaunanna 2025
- Tilgangur sem drifkraftur – SVÞ býður félagsfólki á morgunfund með Skúla Valberg
- Pure North hlýtur Kuðunginn 2024 – leiðandi afl í sjálfbærni og nýsköpun
- Skattahækkanir á vegum ríkisins: SVÞ kallar eftir skýrleika og ábyrgð
- Flest fyrirtæki innan SVÞ upplifa ekki skort – sjá fram á fjölgun starfsfólks
Fylgstu með!
Besta leiðin til þess er að vera skráð(ur) á póstlistann!