Markaðsmál lítilla og meðalstórra fyrirtækja voru í kastljósinu á Smáþingi Litla Íslands á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 1. febrúar. Tölur um umfang og mikilvægi lítilla og meðalstórra fyrirtækja voru birtar á þinginu auk þess sem bent var á leiðir til að bæta starfsumhverfið. Frumkvöðlar sögðu skemmtilegar sögur og tóku þátt í umræðum.

Á fjórða hundrað gesta tóku þátt í þinginu og rúmlega 1.500 horfðu á beina útsendingu á vefnum.

Hvernig á að ná í nýja viðskiptavini og halda núverandi viðskiptavinum?
Hvað er að gerast á markaðnum?
Hvernig nærðu árangri með markaðsstarfi?
Hvernig er hægt að nota samfélagsmiðla með nýjum hætti?
Hvaða áhrif hafa áhrifavaldar?

Forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir, setti þingið Guðný Helga Herbertsdóttir, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá VÍS, stýrði því.

Litla Ísland er vettvangur þar sem lítil fyrirtæki vinna að stórum hagsmunamálum. Bakhjarlar Litla Íslands eru SAF, SVÞ, SI, SFF og SA.

Hægt er að horfa á upptökur af einstökum erindum á vef SA.