Fyrirlesari: Rúna Magnúsdóttir, stjórnendamarkþjálfi og alþjóðlegur fyrirlesari
Hvar: Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 25, 105 Reykjavík
Hvenær: Þriðjudaginn 5. febrúar kl. 8:30-10:00
Að ganga í takt – eldmóðurinn, gleðin og vinnustaðamenningin er létt og skemmtileg örvinnustofa þar sem farið verður yfir yfir áhrifaríkar leiðir til að efla innra brand fyrirtækisins, bæta starfsandann og búa til vinnustaðamenningu þar sem allir innan fyrirtækisins finna til sín og ganga í takt. Útkoman er:
- Leiðarvísir sem eflir og tengir starfsfólk sterkari böndum við fyrirtækið
- Innsýn í áhrifaríkar leiðir sem opna jákvæð og gefandi samskipti milli starfsmanna og viðskiptavina
- Innsýn í hvernig starfsmenn þínir hafa nú þegar áhrif á vinnustaðamenninguna
Þátttakendur fylla út persónulegan prófíl sem gefur þeim innsýn í þeirra persónuleika og eintak af bókinni The Story of Boxes: The Good, The Bad and The Ugly, þar sem m.a. er farið í afleiðingar þeirra mannlegu hegðunar að setja sjálfa(n) sig og aðra í afmarkandi box. Þessi hugsun kemur oft í veg fyrir að hægt sé að efla starfsandann og fá fólk til að tengjast ytra brandi fyrirtækisins.
Rúna Magnúsdóttir er stjórnendamarkþjálfi og alþjóðlegur fyrirlesari, stofnandi og framkvæmdastjóri The Change Makers, meðstofnandi #NoMoreBoxes og annar höfunda bókarinnar The Story of Boxes: The Good, The Bad and The Ugly. Rúna hefur haldið fyrirlestra og staðið fyrir námskeiðum og vinnustofum víða um heim, nú síðast #NoMoreBoxes Breakfast Club í sendiráðum Íslands í London og Washington auk fyrirhugaðs viðburðar í Georgetown University. Rúna hefur komið fram í fjölmiðlum á borð við Forbes, The Times, Metro og Just Entrepreneur.
Fyrir hverja hentar þessi fyrirlestur: Verslunar- og þjónustufyrirtæki sem vilja efla vinnustaðarmenninguna og tryggja að starfsmenn gangi í takt við stefnu fyrirtækisins.
Frítt fyrir félagsmenn en aðrir greiða kr. 2.500,-
Athugið að boða þarf forföll í síðasta lagi á hádegi daginn fyrir námskeið með tölvupósti á svth@svth.is, annars fæst ekki endurgreitt.
Skráningu lýkur kl. 12:00 á hádegi mánudaginn 4. febrúar.
Vinsamlegast smelltu á hnappinn til að fara á skráningarformið. Athugið að ef þú ert ekki félagsmaður, þá biðjum við þig að ganga frá greiðslu í gegnum hnappinn sem birtist með skráningarstaðfestingunni.