Ný reglu­gerð heil­brigðisráðherra tek­ur gildi á miðnætti og fel­ur í sér eft­ir­tald­ar breyt­ing­ar:

  • Al­menn­ar fjölda­tak­mark­an­ir fari úr 10 í 50 manns.
  • Nánd­ar­regla fari úr 2 metr­um í 1 metra.
  • Óbreytt grímu­skylda, sem tek­ur þó al­mennt mið af nánd­ar­reglu.
  • Sund-, baðstaðir, lík­ams­rækt­ar­stöðvar og skíðasvæði verði heim­ilt að hafa opið með 75% af­köst­um.
  • Íþrótta­keppn­ir verði áfram heim­il­ar með 50 þátt­tak­end­um og áhorf­end­ur séu leyfðir á ný.
  • Há­marks­fjöldi í versl­un­um geti mest orðið 500 manns.
  • Skemmtistöðum, krám, spila­stöðum og spila­köss­um verði heim­ilað að opna á ný.
  • Veit­inga­stöðum, þ.m.t. krám og skemmtistöðum, verði heim­ilt að hleypa nýj­um viðskipta­vin­um til kl. 23.00 en gest­um verði gert að yf­ir­gefa staðina kl. 00.00.
  • Á sitj­andi viðburðum verði heim­ilt að taka á móti allt að 500 gest­um í hverju hólfi, viðhalda skuli 1 metra nánd­ar­reglu milli óskyldra aðila auk grímu­skyldu. Ekki verði þörf á hraðpróf­um.
  • Í skól­um verði óbreytt­ar tak­mark­an­ir, þó þannig að þær verði aðlagaðar fram­an­greind­um til­slök­un­um eft­ir því sem við á.
  • Reglu­gerðin gildi í tæp­ar fjór­ar vik­ur til og með 24. fe­brú­ar.

Í til­kynn­ingu frá Stjórn­ar­ráðinu seg­ir að ráðherra hafi vikið lít­il­lega frá til­lög­um sótt­varna­lækn­is, þ.e. með því að láta nýju regl­urn­ar taka gildi fyrr, lengja opn­un­ar­tíma veit­ingastaða um tvær klukku­stund­ir í stað einn­ar og hækka há­marks­fjölda í versl­un­um.