FRÆÐSLA
Fræðsla og hæfniþróun – lykill að árangri
SVÞ leggur áherslu á að efla menntun og hæfniþróun í verslunar- og þjónustugreinum. Samtökin vinna að mótun grunn- og framhaldsmenntunar með tilliti til þarfa atvinnulífsins og styðja við starfs- og endurmenntun starfsfólks.
Samstarf og stefnumótun SVÞ vinna með yfirvöldum, launþegasamtökum og atvinnurekendasamtökum að mótun menntastefnu og eiga fulltrúa í stjórn SVS – Starfsmenntasjóðs verslunar og skrifstofufólks.
Stafræn viðskiptalína og Fagnám verslunar SVÞ komu að stofnun Stafrænnar viðskiptalínu með Verzlunarskóla Íslands og vinna að þróun Fagnáms verslunar með SVS og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.
Ræktum vitið – hæfni starfsfólks í brennidepli Samstarfsverkefni SVÞ, VR og LÍV Ræktum vitið, setur athyglina á hæfni starfsfólks í greininni. Verkefnið leggur áherslu á sí- og endurmenntun og íslenskunám fyrir erlenda starfsmenn. Vefsíðan raektumvitid.is var opnuð í febrúar 2025.
Nýtt nám í stjórnun verslunar og þjónustu Háskólinn á Bifröst býður upp á nýtt BS-nám í stjórnun verslunar og þjónustu til að mæta þörfum atvinnulífsins. Nánari upplýsingar: bifrost.is.
Fræðsluviðburðir og námskeið SVÞ skipuleggja reglulega fræðsluviðburði og námskeið til að styrkja starfsemi fyrirtækja og auka samkeppnishæfni.
Með markvissri fræðslu og samstarfi tryggjum við framþróun verslunar og þjónustu á Íslandi!
FRÆÐSLUVIÐBURÐIR Á NÆSTUNNI
Hádegisfyrirlestur: Vinnurými og vellíðan á vinnustað
SVÞ og Fransk-íslenska viðskiptaráðið bjóða til hádegisfyrirlestrar með Caroline Chéron, innanhússstílista þar sem hún mun fjalla um hvernig fyrirtæki geta bætt vinnustaði sína til að auka vellíðan starfsmanna, framleiðni og fleira.
Upptaka frá upplýsingafundi um peningaþvætti
SVÞ, SAF og SI stóðu fyrir upplýsingafundi um peningaþvætti fimmtudaginn 31. október. Á fundinum héldu aðilar frá Ríkisskattstjóra, Dómsmálaráðuneytinu og Seðlabankanum erindi.
Breyttar reglur um markaðssetningu alifuglakjöts
SVÞ og Matvælastofnun boða til félagsfundar um vöktun á kampýlópbakter í alifuglakjöti. Fundurinn á einkum erindi við matvöruverslanir og heildsala með matvöru.
Gagnleg og fróðleg erindi um umbúðir og endurvinnslu
Til að aðstoða félagsmenn við að bæta sjálfbærni og umhverfisvernd fyrirtækja sinna fengu við til okkar góða gesti miðvikudaginn 23. október sl. til að ræða um umbúðir og endurvinnslu.
Málstofa SA um vinnutímastyttingu skv. kjarasamningum
Samtök atvinnulífsins bjóða stjórnendum aðildarfyrirtækja upp á námskeið/málstofur þar sem farið verður yfir góða framkvæmd vinnutímastyttingar.
Hvað segja bankarnir? – framhaldsfundur um tölvuglæpi
Í framhaldi af fjölmennum og vel heppnuðum hádegisfundi SVÞ þann 16. október sl. þar sem fjallað var um tölvuglæpi verður haldinn annar fundur um málið föstudaginn 1. nóvember næstkomandi kl. 8:30-10:00.