FRÆÐSLA
Fræðsla og hæfniþróun – lykill að árangri
SVÞ leggur áherslu á að efla menntun og hæfniþróun í verslunar- og þjónustugreinum. Samtökin vinna að mótun grunn- og framhaldsmenntunar með tilliti til þarfa atvinnulífsins og styðja við starfs- og endurmenntun starfsfólks.
Samstarf og stefnumótun SVÞ vinna með yfirvöldum, launþegasamtökum og atvinnurekendasamtökum að mótun menntastefnu og eiga fulltrúa í stjórn SVS – Starfsmenntasjóðs verslunar og skrifstofufólks.
Stafræn viðskiptalína og Fagnám verslunar SVÞ komu að stofnun Stafrænnar viðskiptalínu með Verzlunarskóla Íslands og vinna að þróun Fagnáms verslunar með SVS og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.
Ræktum vitið – hæfni starfsfólks í brennidepli Samstarfsverkefni SVÞ, VR og LÍV Ræktum vitið, setur athyglina á hæfni starfsfólks í greininni. Verkefnið leggur áherslu á sí- og endurmenntun og íslenskunám fyrir erlenda starfsmenn. Vefsíðan raektumvitid.is var opnuð í febrúar 2025.
Nýtt nám í stjórnun verslunar og þjónustu Háskólinn á Bifröst býður upp á nýtt BS-nám í stjórnun verslunar og þjónustu til að mæta þörfum atvinnulífsins. Nánari upplýsingar: bifrost.is.
Fræðsluviðburðir og námskeið SVÞ skipuleggja reglulega fræðsluviðburði og námskeið til að styrkja starfsemi fyrirtækja og auka samkeppnishæfni.
Með markvissri fræðslu og samstarfi tryggjum við framþróun verslunar og þjónustu á Íslandi!
FRÆÐSLUVIÐBURÐIR Á NÆSTUNNI
Haustréttir SVÞ 2025 – Leiðtogafundur verslunar og þjónustu Last Few Tickets
Fræðsla um vinnurétt fyrir stjórnendur Sjálfstæðra skóla
Horfðu á upptökuna! Uppfærum Ísland – stafræn umbreyting eða dauði
Í tilefni af aðalfundi SVÞ var frumsýndur þátturinn Uppfærum Ísland – stafræn umbreyting eða dauði. Smelltu hér til að sjá upptöku af þættinum!
Fagnám fyrir starfandi verslunarfólk
Hefur þú kynnt þér fagnám verslunar- og þjónustu við Verzlunarskóla Íslands fyrir þitt starfsfólk?
Metþátttaka á vefverslunarráðstefnu og aðgangur opnaður enn frekar
Vel yfir 600 manns eru skráðir á vikulanga ráðstefnu SVÞ og KoiKoi fyrir vefverslanir sem nú stendur yfir og vakið hefur mikinn áhuga.
Vöxtur og bestun vefverslana
SVÞ í samstarfi við KoiKoi býður til heillrar viku af fyrirlestrum og reynslusögum fyrir þau sem vilja taka vefverslunina sína upp á næsta stig.
Veffyrirlestur: Af hverju er áskorun að stinga þjónustu eða verslun á vefnum í samband?
Í þessu erindi mun Einar Thor Bjarnason, ráðgjafi hjá Intellecta, að varpa ljósi á þá þætti sem oftast reynast fyrirtækjum erfiðir þegar þau hafa sett upp verslun eða þjónustu á netinu.
Veffyrirlestur: Snjallverslun – frá hugmynd að veruleika
Renata S. Blöndal hefur haldið fyrirlestra víða um snjallverslun Krónunnar sem fór í loftið á síðasta ári en í þessum fyrirlestri höfum við fengið hana til að breyta áherslum sínum og gefa okkur innsýn í þróunarferlið og aðferðafræðina.