Fyrsti morgunfundur vetrarins í fundaröð Húss atvinnulífsins um menntamál verður haldinn miðvikudaginn 27. september kl. 8.30 – 10.
Á fundinum verða kynntar niðurstöður nýrrar menntakönnunar á vegum Samtaka atvinnulífsins um umfang menntunar og fræðslu innan ólíkra fyrirtækja.
Að auki munu fundargestir fá innsýn í hvernig þessum málum er háttað hjá þremur ólíkum fyrirtækjum, sem öll fara sína leið í menntun og fræðslu síns starfsfólks.
Dagskrá:
Helstu niðurstöður nýrrar menntakönnunar
Þórður Höskuldsson, framkvæmdastjóri Outcome kannana og Guðrún Eyjólfsdóttir verkefnastjóri menntamála SA
Hvernig gerum við þetta?
Sigríður Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Eimskips.
Kristjana Milla Snorradóttir, verkefnastjóri mannauðsmála Nordic Visitor.
Guðrún Inga Guðlaugsdóttir, fræðslustjóri Sjóvá.
Fundarstjóri er Áslaug Hulda Jónsdóttir, forstöðumaður menntamála SVÞ.
Fundurinn fer fram í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, í salnum Kviku á 1. hæð.
Heitt og könnunni og létt morgunhressing frá kl. 8.15.