Leitast er við að svara þessari spurningu á ráðstefnu þann 9. nóvember nk. sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, NVL, Erasmus+, EPALE og Euroguidance ætla í sameiningu að standa fyrir.

Aðalfyrirlesarar eru Jaana Kettunen frá Jyväskylä Háskólanum í  Finnlandi og Peter Plant frá Háskólanum í Lillemhammer bæði sérfræðingar á sviði náms- og starfsráðgjafar.

Fundarstjóri er Guðbjörg Vilhjálmsdóttir prófessor. Drög að dagskrá.

Fyrirlestrar og umræður verða á ensku en þó er boðið upp á eina vinnustofu á íslensku. Þátttökugjald er 5.500 kr. Krækja í skráningu er HÉR

Ráðstefnan er hluti af þriggja daga tengslaráðstefnu á vegum Erasmus+ sem hefst 8. nóvember og lýkur þann 10. nóvember sjá nánar HÉR