Nýkjörin stjórn, frá vinstri: Þórdís Jóna Sigurðardóttir varaformaður, Jón Örn Valsson, Ída Jensdóttir, Kristján Ómar Björnsson formaður, Guðmundur Pétursson, Ingibjörg Jóhannesdóttir, Sigríður Stephensen og María Sighvatsdóttir.
Á aðalfundi SSSK sem haldinn var þriðjudaginn 25. apríl síðast liðinn í Kviku, Húsi atvinnulífsins var Kristján Ómar Björnsson, heilsustjóri Grunnskólans NÚ kjörinn formaður SSSK og Þórdís Jóna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar var kjörin varaformaður.
Meðstjórnendur voru kjörnir: Guðmundur Pétursson, framkvæmdastjóri Skóla ehf., Ída Jensdóttir skólastjóri leikskólans Sjálands og María Sighvatsdóttir, leikskólastjóri Vinagarði.
Varamenn vor kjörnir: Ingibjörg Jóhannesdóttir, skólastjóri Landakotsskóla, Jón Örn Valsson, framkvæmdastjóri LFA ehf. og Sigríður Stephensen, leikskólafulltrúi og leikskólastjóri hjá Félagsstofnun stúdenta.
Skoðunarmenn voru kjörnir: Sólveig Einarsdóttir, leikskólastjóri, Vinnaminni og Sigríður Anna Guðjónsdóttir skólastjóri Skóla Ísaks Jónssonar.
Andrés Magnússon framkvæmdastjóri SVÞ stýrði fundi.
Fyrir hefðbundin aðalfundarstörf ávarpaði Andrea Róbertsdóttir mannauðsstjóri og ráðgjafi aðalfundargesti.