Ný stjórn SVÞ kjörin á aðalfundi samtakanna
Aðalfundur SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu var haldinn í morgun í Hyl, Húsi atvinnulífsins. Á fundinum var kosið um þrjú sæti meðstjórnenda og einn til eins árs. Alls bárust fimm framboð.
Réttkjörin í stjórn SVÞ til næstu tveggja ára eru: Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri Samkaupa, Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs-og samskiptasviðis Eimskips og Brynjúlfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Artasan ehf.
Réttkjörinn í stjórn SVÞ til eins árs er; Óskar Sigurðsson, viðskipafræðingur, löggildur verðbréfamiðlari Accountant ehf.
Fulltrúi Bílgreinasambandsins í stjórn SVÞ næsta starfsár verður Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar
Formaður SVÞ, Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Marga var á síðasta ári endurkjörinn til 2023.
Stjórn er því skipuð eftirfarandi aðilum starfsárið 2022-2023:
- Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Marga, formaður SVÞ
- Guðrún Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Kokku
- Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1
- Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri Samkaupa
- Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs og samskiptasviðs Eimskips
- Brynjúlfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Artasan ehf og
- Óskar Sigurðsson, viðskiptafræðingur, löggildur verðbréfamiðlari Accountant ehf.
- Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar
„Verkefnin framundan eru fjölbreytt og krefjandi, um leið og við þökkum fráfarandi stjórn fyrir sín störf bjóðum nýtt stjórnarfólk velkomið til starfa og hlökkum til að eiga með þeim farsælt samstarf á nýju starfsári.“
Nánari upplýsingar veitir:
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ
Sími: 820 4500
________________