Sara Dögg Svanhildardóttir hefur verið ráðin til SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu sem skrifstofustjóri og í umsjón með mennta- og fræðslumálum.
Sara Dögg hefur áralanga reynslu af stjórnun og menntamálum sem skólastjóri og við verkefnastjórnun grunnskólastarfs Hjallastefnunnar. Hún er grunnskólakennari frá KHÍ og með frekara nám í verkefnastjórnun og mannauðsstjórnun. Sara Dögg kom að uppbyggingu tveggja grunnskóla hjá Hjallastefnunni sem og stofnun og stjórnun Arnarskóla. Þess utan hefur Sara Dögg starfað sem ráðgjafi í menntamálum og haft umsjón með fræðslumálum fyrir ýmis félagasamtök.