Í tilefni af aðalfundi SVÞ var, þann 18. mars 2021, frumsýndur þáttur undir yfirskriftinni Uppfærum Ísland – stafræn umbreyting eða dauði, sem sjá má hér til vinstri.
Í þættinum er fjallað um áhrif stafrænnar umbreytingar, þau tækifæri og áskoranir sem í henni felast, stöðu íslensks atvinnulífs á því sviði og það verkefni sem við eigum fyrir höndum að uppfæra Ísland.
Rætt er við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar um áhrif stafrænnar umbreytingar fyrir íslenskt atvinnulíf, vinnumarkað og samfélag, hlutverk stjórnvalda í stuðningi við atvinnulífið á þessari vegferð og hvað íslensk stjórnvöld hyggjast gera á því sviði.
Rætt er einnig við Jón Ólaf Halldórsson, formann SVÞ og forstjóra Olís um stöðu íslensks atvinnulífs í stafrænni umbreytingu og nauðsynlegar aðgerðir.
Frændþjóðir okkar á Norðurlöndunum eru undantekningarlaust í topp 10 sætunum í alþjóðlegum samanburði þegar kemur að stafrænni umbreytingu. Í þættinum er skyggnst inn í hvernig hlutirnir eru gerðir þar og rætt við fulltrúa Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um mikilvægi stuðnings stjórnvalda við atvinnulífið, hvað verið er að gera í viðkomandi landi o.fl.
Viðmælendur okkar frá Norðurlöndunum eru:
Hanna Marttinen-Deakins, Senior Director, Digitalisation, Business Finland
Jan Damsgaard, Professor við stafrænu deildina í Copenhagen Business School, fulltrúi í danska Disruption ráðinu á vegum stjórnvalda og stjórnarmaður í SMV:Digital
Lena Carlsson, Deputy Director General, Regeringskansliet, Infrastrukturdepartmentet (innviðaráðuneytið), Digital Society Division í Svíþjóð. Lena fer fyrir stafrænum stefnumálum sænsku ríkisstjórnarinnar
Paul Chaffey, Statssekretær, Kommunal- og moderniseringsdepartmentet, helsti ráðgjafi ráðherra stafrænna mála í Noregi
Síðastliðin ár hefur SVÞ unnið ötullega að eflingu fyrirtækja sinna á sviði stafrænnar umbreytingar. Þetta hefur verið gert m.a. með öflugri fræðsludagskrá, en ekki síður með því að fylgjast með því sem verið er að gera á þessu sviði í samanburðarlöndunum og að koma á samtali og samvinnu við hagsmunaaðila hérlendis. Í dag vinnur SVÞ náið með VR og Háskólanum í Reykjavík að aðgerðum til að efla íslenska stjórnendur og starfsfólks á vinnumarkaði þegar kemur að vitund og skilningi á stafrænni þróun, og eflingu stafrænnar hæfni. Í undirbúningi er klasasamstarf um vitundarvakningu og fræðslu um stafræna umbreytingu, og eflingu stafrænnar hæfni fyrir fyrirtæki og almenning. Viðræður eru í gangi við stjórnvöld um aðkomu að klasanum. Við hvetjum alla sem áhuga hafa á þessum málum til að slást í lið með okkur og vonumst við til að geta haldið kynningarfundi um hann áður en langt um líður og hefja í framhaldinu undirbúning að stofnun.
Vilt þú fylgjast með og taka þátt í að efla vitund og skilning á stafrænni þróun, og efla stafræna hæfni meðal stjórnenda og starfsfólks í íslensku atvinnulífi?
Skráðu þig þá hér fyrir neðan og við munum senda þér fréttir af málunum um leið og þær berast!
SVÞ og VR hvetja stjórnvöld til stefnumótunar og aðgerða í stafrænum málum
SVÞ og VR sendu í dag hvatningu og tillögur til stjórnvalda um stefnumótun og aðgerðir í stafrænum málum. Í hvatningunni lýsa SVÞ og VR miklum áhyggjum af stöðu stafrænnar þróunar í íslensku atvinnulífi og á vinnumarkaði og skorti á stafrænni hæfni. Lesa má hvatninguna og meðfylgjandi greinargerð hér.
Formaðurinn í Bítinu um eflingu stafrænnar hæfni
Jón Ólafur Halldórsson, formaður SVÞ, var í Bítinu hjá Heimi og Gulla í morgun þar sem hann ræddi þörfina til að efla Ísland í stafrænni þróun, ekki síst stafrænni hæfni. SVÞ og VR munu á morgun senda hvatningu og tillögur til ríkisstjórnarinnar um stefnumótun og aðgerðir í stafrænum málum sem verða einnig kynntar á aðalfundi faghópsins Stafræn viðskipti á Íslandi í fyrramálið.
Breytingar á störfum í sífellt stafrænni heimi
Breytingar eru þegar hafnar á störfum í kjölfar stafrænnar umbreytingar. Við fáum til okkar Herdísi Pálu Pálsdóttur, sérfræðing í mannauðsmálum, og gesti úr atvinnulífinu til að segja okkur af breytingum á störfum í fyrirtækjunum þeirra.
Hvernig getum við keppt við erlendu risana?
Ekki fer framhjá neinum að innlend verslun mætir sífellt harðnandi samkeppni frá alþjóðlegum netverslunarrisum á borð við Amazon, Asos, AliExpress og fleiri. Eddu Blumenstein, PhD í umbreytingu smásölu (e. retailing transformation) ráðleggur okkur hvernig íslenskir smásalar geta keppt við erlendu risana.
Aðalfundur stafræna hópsins þann 27. október
Aðalfundur hópsins Stafræn viðskipti á Íslandi, innan SVÞ, verður haldinn þriðjudaginn 27. október nk. kl. 8:30-10:30. Þátttökurétt hafa allir þeir sem starfa innan aðildarfyrirtækja SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu. Skrifstofa SVÞ, fyrir hönd formanns hópsins, Braga Þórs Antoníussonar, boðar hér með til fundarins.
Netfyrirlestur: Vefverslun – aukinn vöxtur með leitarvélabestun
Farið verður yfir markaðssetningu á leitarvélum og hvernig fyrirtæki geta aukið sýnileika sinn sem getur stuðlað að náttúrulegum vexti (e. Organic growth).
Hefur áhyggjur af litlum og meðalstórum netverslunum
Í ViðskiptaMogganum 29. júlí sl. birtist eftirfarandi viðtal við markaðs- og kynningarstjóra SVÞ, Þórönnu K. Jónsdóttur um netverslun, omnichannel, stafræn mál o.fl.
Markaðsstjórinn í viðtali um starfið, stafræn mál og fleira
Markaðsstjórinn okkar, Þóranna K. Jónsdóttir, var í viðtali í hlaðvarpinu hjá Óla Jóns nýverið þar sem hún talar m.a. um starfið hjá SVÞ, stafrænu málin, hugarfar og fleira áhugavert.
Hlustaðu á hlaðvarpið hér
Sértilboð til félagsmanna: Stafræn hraðbraut fyrir viðskipti á netinu
Félagsmönnum í SVÞ, SAF og SI bjóðast nú sérkjör, 50% afsláttur af námsbraut Markaðsakademíunnar sem kennd er á netinu: Stafræn hraðbraut – viðskipti á netinu.
Formaður SVÞ hjá Jóni G á Hrinbraut: Íslendingar eru meistarar að fara í gegnum krísur!
Jón Ólafur Halldórsson var gestur Jóns G. á Hringbraut þann 18. mars þar sem hann ræddi ástandið í atvinnulífinu á tímum COVID19, aðgerðir stjórnvalda og Seðlabankans, stöðuna í versluninni, mikilvægi stafrænnar þróunar – ekki síst í þessu samhengi, olíuverð og sameiningarkraft þjóðarinnar.