Aðalfundur Samtaka heilbrigðisfyrirtækja 2022
Aðalfundur Samtaka heibrigðisfyrirtækja var haldinn 31. mars s.l.
Í tengslum við aðalfundinn var haldið málþing og gestur þess var Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Fór ráðherra vítt og breitt yfir málefni sem snúa að sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtækjum, s.s. stöðuna í samningaviðræðum við Sjúkratryggingar Íslands um nýjan samning, aðgerðir til að tryggja nýliðun í læknastétt og málefni heilsugæslunnar.
Ráðherra svaraði að framsögu lokinni fjölmörgum fyrirspurnum frá félagsmönnum.
Á aðalfundinum var Dagný Jónsdóttir endurkjörin formaður samtakanna. Meðstjórnendur til tveggja ára voru kjörin þau Gunnlaugur Sigurjónsson og Inga Berglind Birgisdóttir.
Varamenn í stjórn voru kjörnir þeir Stefán E. Matthíasson og Þórarinn Guðnason