Við vekjum athygli ykkar á því að skráning stendur yfir í námslínuna Stjórnendur í verslun og þjónustu hjá Opna háskólanum í Háskólanum í Reykjavík. Námslínunni var ýtt úr vör haustið 2016 og gáfu nemendur náminu mjög góða umsögn.  

 Hér má sjá viðtal við Ásdísi Jörundsdóttur, rekstrarstjóra hjá www.skor.is  og www.air.is, í VR blaðinu – http://vefbirting.oddi.is/vr/vr-4tbl-des2016/files/assets/basic-html/page-22.html

 Og þetta hafði Sófús Árni Hafsteinsson, verslunarstjóri ELKO um námið að segja

„Helsti styrkleiki námsins er áhersla á hagnýt atriði sem snerta stjórnendur í verslun í dag. Námið veitir nýjum stjórnendum þekkingu á faglegum vinklum starfsins og gefur reynslumiklum stjórnendum nýja sýn á starf sitt. Í náminu er samankomnir einstaklingar úr mismunandi verslunar- og þjónustustörfum sem miðla af fjölbreyttri reynslu sinni.“

 Námslínan er samstarfsverkefni Opna háskólans í HR og Samtaka verslunar og þjónustu og er ætluð stjórnendum.

Námslínan samanstendur af sjö efnisþáttum

  • Stjórnun og leiðtogahæfni
  • Mannauðsstjórnun
  • Framsögn og framkoma
  • Tímastjórnun og skipulag
  • Sölutækni og þjónustustjórnun
  • Markaðsmál – Uppstilling og framsetning
  • Rekstur og fjármál

 Nánari upplýsingar og skráning á vef Opna háskólans