Að undanförnu hefur verið unnið að undirbúningi að stofnun hóps hreingerningarfyrirtækja innan SVÞ í því skyni að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum fyrirtækja innan greinarinnar. Það eru fjölmörg mikilvæg mál sem brenna á hreingerningarfyrirtækjum og má þar nefna útboðsmál, kjarasamningamál, auk almennra ytri rekstrarskilyrða greinarinnar. Stefnt er að formlegum stofnfundi í apríl en helsti hvatamaður að stofnun hópsins er Ari Þórðarson, framkvæmdatjóri Hreint hf.
Flokkar
Nýlegt
Fylgstu með!
Besta leiðin til þess er að vera skráð(ur) á póstlistann!