Frá 26. september til 6. október mun Umhverfismerkið Svanurinn standa fyrir markaðsherferð til að kynna Svansvottaðar vörur á Íslandi. Þessi herferð hefur það að markmiði að vekja athygli á því hversu mikið úrval af umhverfisvænum vörum er til staðar og hversu mikilvæg Svansvottun er til að tryggja sjálfbærni.
Við hvetjum verslanir og fyrirtæki til að deila upplýsingum um Svansvottaðar vörur í þeirra vöruúrvali og taka þátt í þessari herferð sem styður neytendur við að velja skynsamlegri vörur fyrir umhverfið.
Hægt er að senda upplýsingar beint á svanurinn@ust.is. Og Umhverfisstofnun sér til þess að vörurnar verði skráðar og kynntar í tengslum við Svansdaga 2024.
Hjálpum neytendum að velja græna framtíð – Svansvottaðar vörur fást víðar en þú heldur!